Kinza Clodumar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kinza Clodumar árið 1998.

Kinza Godfrey Clodumar (fæddur 8. febrúar 1945 í Boe-héraði; d. 29. november 2021) var nárúskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti landsins. Hann var þingmaður til margra ára, fjármálaráðherra frá 2003 fram í október 2004 og loks forseti landsins frá 12. febrúar 1997 til 18. júní 1998 þegar honum var steypt af stóli.

Clodumar er innfæddur Nárúi og hefur mikinn áhuga á umhverfismálum. Hann hefur fengið stuðning frá mörgum nárúskum stjórnmálamönnum, þar á meðal Bernard Dowiyogo, René Harris og Ludwig Scotty. Hann hefur einnig sýnt þeim stuðning. Árið 2003 reyndi hann tvívegis að verða aftur forseti. Hann missti þingsæti sitt í október 2004.