Kay Panabaker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kay Panabaker
Kay Panabaker
Kay Panabaker
Upplýsingar
FæddStephanie Kay Panabaker
2. maí 1990 (1990-05-02) (33 ára)
Ár virk2001 -
Helstu hlutverk
Nikki Westerley í Summerland
Lindsay Willows í CSI: Crime Scene Investigation
Daphne Powell í No Ordinary Family

Kay Panabaker (fædd Stephanie Kay Panabaker, 2. maí 1990) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Crime Scene Investigation, Summerland og No Ordinary Family.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Panabaker fæddist í Dallas, Texas í Bandaríkjunum en ólst upp í Atlanta, Fíladelfíu og Chicago. Byrjaði í leiklistarferil sinn í samfélagsleikhúsum þar sem hún bjó. Eldri systir hennar er leikkonan Danielle Panabaker. Ef hún væri ekki leikkona þá myndi hún vera flugfreyja, kennari eða snyrtifræðingur. Útskrifaðist með BA gráðu í sögu frá UCLA þegar hún var sautján ára.

Panabaker er StarPower fulltrúi fyrir Starlight Children's Foundation.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Panabaker var í Monsters, Inc. frá 2001 þar sem hún talaði inn á. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í Summerland sem Nikki Westerley. Hún hefur leikið Lindsay Willows dóttur Catherine Willows í CSI: Crime Scene Investigation. Hún leikur í dag í No Ordinary Family sem Daphne Powell. Panabaker hefur komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: ER, Angel, Medium, Boston Legal, Lie to Me og Brothers & Sisters.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2001 Monsters, Inc. auka raddir Talaði inn á
2002 Dead Heat Sam
2007 Moondance Alexander Moondance Alexander
2007 Nancy Drew Georgie
2007 A Modern Twain Story: The Prince and the Pauper Elizabeth
2009 Fame Jenny Garrison
2010 The Lake Effect Celia
2011 Little Birds Alison
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2002 Port Charles Sara Þáttur sýndur þann 31. Mars 2002
2002 ER Melissa Rue Þáttur: The Letter
2002 7th Heaven Alice Brand Þáttur: Regarding Eric
2002-2003 Angel Stelpan 2 þættir
2003 The Division Susie Jenkins Þáttur: Cold Comfort
2003 The Brothers Garcia Carrie Bauer Þáttur: Moving on Up
2005 Mom at Sixteen Ung Macy Sjónvarpsmynd
2005 Medium Elisha Þáttur: Penny for Your Thoughts
2005 Life Is Ruff Emily Watson Sjónvarpsmynd
2003 Boomtown Janice Edwards Þáttur: Lost Child
2004-2005 Summerland Nikki Westerley 26 þættir
2004-2005 Phil of the Future Debbie Berwick 13 þættir
2006 American Dragon: Jake Long Klappstýran Lacey Þáttur: Bring It On
2006 Read It and Weep Jamie Bartlett Sjónvarpsmynd
2007 Zip Ellie Stringer Sjónvarpsmynd
2007 The Winner Vivica Þáttur: Single Dates
2007 Two and a Half Man Sophie Þáttur: Tucked, Taped and Gorgeous
2007 The Suite Life of Zack and Cody Amber Þáttur: First Day of High School
2007 Custody Amanda Sjónvarpsmynd
2007 Weeds Amelia Þáttur: He Taught Me How to Drive By
2007 Boston Legal Abby Holt Þáttur: The Chicken and the Leg
2007 Ghost Whisperer Marlo Sinclair Þáttur: Bab Blood
2008 Happy Campers Dylan Sjónvarpsmynd
2008 Grey´s Anatomy Emma Anderson Þáttur: All by Myself
2009 A Marriage Maddy Gabriel Sjónvarpsmynd
2009 Lie to Me Emily Lightman Þáttur: Pilot
senum eytt
2009 Mental Aysnley Skoff Þáttur: Manic at the Disco
2010 Brothers & Sisters Ung Kitty Walker 2 þættir
2006-2010 CSI: Crime Scene Investigation Lindsay Willows 5 þættir
2010 Secrets in the Walls Lizzie Sjónvarpsmynd
2010-2011 No Ordinary Family Daphne Powell 20 þættir


Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Dixie kvikmyndahátíðin

Temecula Valley Alþjóðlegakvikmyndahátíðin

  • 2007: Rísandi stjarnaverðlaunin.

Young Artist verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta unga leikkonan fyrir Moondance Alexander.
  • 2008: Tilnefnd sem besti leikarahópur fyrir Nancy Drew.
  • 2005: Verðlaun sem besta unga leikkona fyrir Summerland.
  • 2005: Tilnefnd sem besta unga leikkona fyrir Phil of the Future.
  • 2004: Tilnefnd fyrir besta leik í auglýsingu fyrir Youth Anti-Smoking PSA.
  • 2003: Tilnefnd sem besti unga gestaleikkona fyrir ER

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]