Katie Cassidy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katie Cassidy
Katie Cassidy
Katie Cassidy
Upplýsingar
FæddKatherine Evelyn Anita ´´Katie´´ Cassidy-Benedon
25. nóvember 1986 (1986-11-25) (37 ára)
Ár virk2005 -
Helstu hlutverk
Ruby í Supernatural
Trish Wellington í Harper´s Island
Zoe í 7th Heaven

Katherine Evelyn Anita „Katie“ Cassidy-Benedon (fædd 25. nóvember 1986) er bandarísk leikkona og söngvari, best þekkt fyrir hlutverk sín í Supernatural, Harper's Island, Melrose Place, Black Christmas og Taken.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Katie fæddist í Los Angeles í Kaliforníu, er dóttir söngvarans David Cassidy og fyrrverandi módelsins Sherry Benedon. Amma og afi hennar föður megin eru leikararnir Jack Cassidy og Evelyn Ward. Aldist hún upp í Calabasas, Kaliforníu með móður sinni og stjúpföður. Á tvær eldri og einn yngri bróður. Sem barn þá stundaði Katie fimleika og varð á endanum klappstýra fyrir California Flyers.

Katie var handtekin fyrir ölvunaraskur í ágúst, 2007 í Tucson þegar bill sem hún var farþegi í var stoppaður vegna umferðarbrot. Laug hún að lögreglunni þegar hún var spurð. Alkóhól magn hennar var .16 — tvisvar sinnum meira en löglegt er í Arizona. Cassidy sagði lögreglunni að hún héti Taylor Cole og að hún væri 21 árs.[1] Cole er leikkona og vinkona frá Kanada.

Katie hefur fjögur húðflúr; eitt á mjöðminni, eitt á fótnum, eitt á öklanum og eitt á mjóhryggnum. Fyrsta húðflúrið sem hún fékk var „1922“, sem er árið sem móðuramma hennar fæddist. Húðflúrið á fætinum eru þrjár stjörnu sem eru fyrir hana og systur sínar tvær, en þær hafa sama tattó líka. Móðir þeirra Sherry hefur tattoo með þrjár stjörnur (dæturnar þrjár) sem koma fram miðstjörnu (móðirin). Hver þeirra hefur tattóið á mismunandi stað. Katie hefur einnig húðflúr af nafn-hringi sem á öklinum, sem má lesa sem „Love Thyself, Know Thyself, Be Thyself“. Húðflúrið á mjóhryggnum er latneska orðtælið: Alis volat propriis, sem á ensku merkir „She Flies with Her Own Wings“. Katie valdi þetta orðatak þar sem það var við hæfi og endurspeglar sjálfstæði hennar og þrátt fyrir fjöldskylduböndin.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Þegar hún var í grunnskóla þá fékk Cassidy áhuga á skemmtanaiðnaðinum og tók þátt í samfélags leikhúsum og seinna meir lærði hún að verða leiklistar kennari. Tók nokkur auglýsingastörf fyrir Abercrombie og Fitch árið 2004. Móðir hennar leyfði henni ekki að taka módelstörf þangað til hún lyki menntaskólanámi. Eftir menntaskóla, Cassidy flutti til Los Angeles og kom fram í nokkrum sjónvarpsþáttum, þar á meðal 7th Heaven. Kom hún fram sem gestaleikari í Sex, Love & Secrets. Einnig kom hún fram í tónlistamyndbandinu Just Lose It með Eminem, 2004.

Árið 2002 þá gaf hún út lagið „I Think I Love You“. Kom fram í When a Stranger Calls og Click með Adam Sandler, ásamt Black Christmas árið 2006. Árið 2007 þá tók hún upp myndina Revenge of the Nerds, en framleiðslan staðnæmdist og sem á endanum var hætt við. Kom hún fram í Taken árið 2008, með Liam Neeson og Maggie Grace. Cassidy gerði eins árs samning við sjónvarpsstöðina The CW, til þess að koma fram í sjónvarpsþættinum Supernatural.

Cassidy lék verðandi brúður, Trish Wellington í CBS seríunni Harper's Island. Lék Ellu Simms í endurútgáfunni af Melrose Place en aðeins 18 þættir voru sýndir áður en framleiðslu var hætt. Cassidy var með gestahlutverk í unglingaþættinum Gossip Girl sem Juliet Sharp.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2006 When a Stranger Calls Tiffany
2006 The Lost Dee Dee
2006 Click Samantha Newman 27 ára
2006 Black Christmas Kelli Presley
2007 You Are Here Apple
2007 Live! Jewel
2007 Walk the Talk Jessie
2008 Taken Amanda
2010 A Nightmare on Elm Street Kris Fowles
2011 Monte Carlo Emma
2010 Fencewalker Karen Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2003 The Division Ungur DJspilari Þáttur: Oh Mother, Who Art Thou?
2005 Listen Up Rebecca Þáttur: Snub Thy Neighbor
2005 7th Heaven Zoe 4 þættir
2005 Sex, Love and Secrets Gabrielle 2 þættir
2007-2008 Supernatural Ruby 6 þættir
2009 Harper´s Island Trish Wellington 13 þættir
2009-2010 Melrose Place Ella Simms 18 þættir
2010-2011 Gossip Girl Juliet Sharp 11 þættir
2011 Georgetown Nicki Argo Sjónvarpsmynd
2011 New Girl Brooke Þáttur: Wedding

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Teen Choice verðlaunin

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Katie Cassidy Arrested for Underage Drinking, Claims to be Taylor Quinn Cole“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 21. ágúst 2009.
  2. „Katie Cassidy Official : The Tattoos“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. apríl 2010. Sótt 27. september 2009.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]