Kartöfluflögur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kartöfluflögur

Kartöfluflögur, flögur eða snakk kallast örþunnt sneiddar kartöflur steiktar þar til þær verða stökkar og bornar fram sem lystauki, meðlæti eða snakk. Kartöfluflögur eru gjarnan fjöldaframleiddar og seldar í pokum eða dósum.

Samkvæmt einni sögu voru kartöfluflögur fundnar upp af bandaríska kokknum George Crum 24. ágúst 1853, en minnst er á svipaða rétti í eldri matreiðslubókum.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.