Júríj Gagarín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Júrí Gagarín)

Júríj Gagarín
Юрий Гагарин
Júríj í Svíþjóð.
Júríj í Svíþjóð.
Fæddur Júrí Aleksejevítsj Gagarín
9. mars 1934(1934-03-09)
Klúshíno, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Látin(n) 27. mars 1968 (34 ára)
Novosjolovo, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
Flugslys við æfingu
Tími í geimnum 1 klukkustund og 48 mínútur
Verkefni Vostok 1
Undirskrift

Júríj Aleksejevítsj Gagarín (rússneska: Юрий Алексеевич Гагарин; 9. mars 193427. mars 1968) var rússneskur geimfari og hvort tveggja fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn 12. apríl 1961 og fyrsti maðurinn til að komast á sporbraut um jörðu.

Hann lærði flug samhliða vélvirkjun og var herflugmaður á orrustuflugvélum. 1960 var hann valinn ásamt 20 öðrum til að taka þátt í Vostok-áætluninni. Eftir strangt þjálfunarferli var hann valinn til að verða fyrsti maðurinn í geimnum. Valið stóð milli hans og German Títov sem varð síðan annar maðurinn í geimnum.

12. apríl 1961 fór Gagarín út í geiminn með Vostok 1.[1] Samkvæmt fjölmiðlum á hann að hafa sagt þegar hann var kominn á braut um jörðu, „Ég sé engan guð hérna uppi.“

Gagarín lést í flugslysi þegar MiG-15 orrustuflugvél sem hann stýrði hrapaði.

Myndagallerí[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Wilson, Jim (13. apríl 2011). „Yuri Gagarin: First Man in Space“ (enska). NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2023. Sótt 24. mars 2023.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.