Jón Magnússon þumlungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Magnússon (16011696) var prestssonur frá Auðkúlu í Svínadal. Þrír bræður Jóns vígðust til prests en á meðal þeirra var alnafni hans séra Jón Magnússon í Laufási (f. 1601).

Jón missti móður sína Steinvöru Pétursdóttur ungur og var þá tekinn í fóstur af Oddi Einarssyni biskupi í Skálholti. Hann hefur því vafalítið hlotið betri menntun en almennt gerðist. Jón tók prestvígslu að loknu námi og þjónaði lengst af Eyri við Skutulsfjörð (þar sem nú er Ísafjarðarkaupstaður). Þar veiktist hann af ókennilegum sjúkdómi árið 1655 og þjáðist mjög á sál og líkama. Árið áður höfðu þrír menn verið brenndir fyrir galdra í Trékyllisvík á Ströndum og þar með komst skriður á galdramál hér á landi. Jón taldi að sjúkdómur sinn stafaði af göldrum og fékk feðga sem bjuggu á Kirkjubóli, Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri, brennda á báli fyrir galdra árið 1656. Játuðu þeir að hafa fengist við kukl. Sjúkdómurinn stilltist þó lítt og reyndi Jón þá að fá Þuríði dóttur Jóns eldra á Kirkjubóli dæmda fyrir galdur, en hún var sýknuð.

Píslarsaga séra Jóns Magnússonar er varnarrit sem hann skrifaði vegna þess að Þuríður Jónsdóttir kærði hann fyrir að hafa borið sig röngum sökum og ofsóknir. Jón samdi Píslarsöguna árin 1658-1659.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]