Jessica Simpson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jessica Simpson
Jessica árið 2011
Fædd
Jessica Ann Simpson

10. júlí 1980 (1980-07-10) (43 ára)
Fáni Bandaríkjana Abilene, Texas, USA
StörfSöngkona, Lagasmiður og Leikkona
Þekkt fyrirSöngkona
Jessica Simpson árið 2001

Jessica Ann Simpson (fædd 10. júlí 1980) er bandarísk poppsöngkona og leikkona sem varð fræg seint á 10. áratugnum. Hún hefur átt sjö Billboard Top 40 smelli og á þrjár gullplötur og tvær tvöfaldar platínumplötur. Simpson lék með þáverandi eiginmanni sínum, Nick Lachey, í raunveruleikaþættinum Newlyweds: Nick og Jessica. Hún kom sér inn á kántrímarkaðinn árið 2008 með plötunni Do You Know.

Æska og Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Jesica fæddist í Abilene í Texas og er dóttir Tinu og Joe Truett Simpson, sem var prestur og sálfræðingur. Hún á yngri systur sem heitir Ashlee og er hún líka söngkona.Sem barn byrjaði hún að syngja í kirkjunni í bænum. 12 ára fór hún í misheppnaða áheyrnarprufu fyrir Mikka Mús klúbbinn. Þegar hún gekk í J.J. Pearce menntaskólann skrifaði hún undir samning við Proclaim Records, lítil Gospel plötuútgáfufyrirtæki. Hún tók upp samnefndu plötuna, Jessica, en fyrirtækið fór á hausinn og var platan aldrei gefin út nema í litlu upplagi sem var fjármagnað af ömmu hennar. Þetta litla upplag fékk þó athygli og kom hún fram á tónleikum ásamt öðrum listamönnum eins og Kirk Franklin, God's Property og Cece Winans. Jessica hætti 16 ára í menntaskóla (hún kláraði prófið seinna) og eftir að forstjóri Columbia Records, Tommy Mottola, heyrði í Jessicu, fékk hún plötusamning.

Tónlistarferill[breyta | breyta frumkóða]

1999 - 2001 Sweet Kisses og Irresistible[breyta | breyta frumkóða]

Simpson gaf út fyrstu smáskífuna sína, I Wanna Love You Forever, og náði hún 3. sæti á Billboard Hot 100 listanum árið 2000. Stuttu eftir það kom breiðskífan Sweet Kisses út. Til þess að styðja plötuna sína túraði Jessica með Ricky Martin og strákabandinu 98 Degrees og þar hitti hún Nick Lachey og byrjuðu þau saman stuttu eftir það. Eftir að hafa átt í sambandi í tvö ár, hvíldu þau sambandið. Eftir hryðjuverkin þann 11. september 2001, endurnýjuðu þau sambandið. Jessica sagði; Eftir 11. september vissi ég að ég vildi aldrei aftur vera í burtu frá Nick restina af lífinu.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • (1999) I Wanna Love You Forever
  • (2000) Where You Are
  • (2000) I Think I'm In Love With You
  • (2001) Irresistible
  • (2001) A Little Bit
  • (2003) Sweetest Sin
  • (2004) With You
  • (2004) Take My Breath Away
  • (2004) Angels
  • (2005) These Boots Are Made For Walkin
  • (2006) A Public Affair
  • (2007) I Belong To Me
  • (2008) Come On Over
  • (2008) Remember That

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • (1999) Sweet Kisses
  • (2001) Irresistible
  • (2003) In This Skin
  • (2006) A Public Affair
  • (2008) Do You Know

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.