James Caan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
James Caan
Upplýsingar
FæddurJames Langston Edmund Caan
26. mars 1940(1940-03-26)
Dáinn6. juli 2022 (82 ara)
Helstu hlutverk
Sonny Carleone í The Godfather

James Langston Edmund Caan (fæddur 26. mars 1940 í Bronx í New York, d. 6. júlí 2022) var bandarískur leikari. Hann hlaut óskarsverðlaunatilnefningu, emmy-tilnefningu og golden globe tilnefningu fyrir bestu bandarísku myndina, sviðs- og sjónvarpsleikari.

Leikferill[breyta | breyta frumkóða]

Hann byrjaði á að leika í sjónvarpi í þáttaröðum eins og The Untouchables, The Alfred Hitchcock Hour, Kraf Suspense Theatre, Combat!, Ben Casey, Dr. Kildare, The Wide Country, Alcoa Premiere, Route 66 og Naked City. Fyrsta „alvöru“ hlutverk hans var vondi kallinn í Lady In A Cage sem kom út árið 1964. Hann kom fram í El Dorado með John Wayne. Hann lék heilaskemmdan fótboltaleikmann í The Rain People sem kom út árið 1969 og fékk hann mikið hrós fyrir leik sinn. Árið 1971 lék hann deyjandi fótboltaleikmann í sjónvarps myndinni Brain's Song og fékk en meira hrós fyrir leik sinn í þeirri mynd. Ári seinna lék hann Sonny Corleone í The Godfather, sem hjálpaði ferli Al Pacino líka. Fyrir þetta hlutverk var hann tilnefndur til óskarsverðlaunanna.

Frá 1973 til 1982 lék hann í mörgum kvikmyndum. Hann lék margar fjölbreyttar persónur en neitaði að leika þjófa. Cinderella Liberty, Rollerball, Harry And Walter Go To New York, A Bridge Too Far, Comes A Horseman og Chapter Two eru nokkrar af þeim myndum.

1980 leikstýrði hann Hide In Plain Sight, þrátt fyrir jákvæða umfjöllun var myndin ekki vinsæl. 1981 kom hann fram í Thief. Þessi mynd er í dag álitin klassísk glæpa- og dramamynd. Hann hefur sagt að þetta hlutverk sé það hlutverk sem að hann sé stoltastur af ásamt hlutverkinu í The Godfather.

Frá 1982 til 1987 lék hann ekki í neinum myndum. Hann þjáðist af þunglyndi eftir dauða systur sinnar, vaxandi vandamál með kókaín-neyslu og því sem hann lýsti sem „Hollywood burnout“. Hann sneri aftur 1987 þegar hann var ráðinn í myndina Gardens of Stone. 1988 og 1990 lék hann í Alien Nation, Dick Tracy og Misery. 1992 lék hann í Honeymoon in Vegas. 1996 kom hann fram í Bottle Rocket og Eraser. 1998 lék hann í This is my Father.

2003 fór hann í áheyrnaprufur og fékk hlutverk Big Ed Deline í Las Vegas. Fyrsta þáttaröðin fór á toppinn en vinsældirnar minnkuðu með árunum og voru á mörkum þess að hætt yrði að taka þættina upp, en þökk sé ákvörðum NBC var þættinum haldið áfram og er komin fram í 4. þáttaröð.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Hann var giftur fjórum sinnum. Árið 1960 giftist hann Dee Jay Mathis, þau skildu árið 1966 og áttu eitt barn. Annað hjónabandið með Sheilu Ryan árið 1976 lifði ekki lengi og skildu þau ári seinna. Sonur hans Scott fæddist árið 1976. Frá september 1990 til mars 1995 var hann giftur Ingrid Hajek. Þau áttu eitt barn. Í október 1995 giftist hann Lindu Stokes, en þau skildu í apríl árið 2005. Þau eignuðust tvö börn.

Caan hefur verið nefndur í Family Guy (He's too sexy for hit fat). Kom fram í The Simpsons (All's fair in oven war). Hann var gestaleikari í Newsradio, þætti 308 (Movie Star). Hann var fastagestur á Turnberry Island. Hann var mikið með marijúana-smyglurunum Joey Ippolito og Ben Kramer. Árið 1994 bauð hann heimili sitt sem hluti af 2 milljóna lausnargjaldi og bar vitni gegn „kærum vini“ sínum Joey Ippolito, sem var fyrir ákærður fyrir kókaín-dreifingu.

Eftir hlutverk hans sem Sonny Corleone í The Godfather hefur fólk oft haldið að hann sé af ítölskum-amerískum ættum en hann er í raun af þýskum-gyðinga ættum.