Jöklasóley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ranunculus glacialis

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Sóleyjaætt (Ranunculaceae)
Ættkvísl: Ranunculus
Tegund:
Jöklasóley

Tvínefni
Ranunculus glacialis
L.

Jöklasóley (fræðiheiti: Ranunculus glacialis) er blóm af sóleyjaætt. Jöklasóley vex víða til fjalla í Evrópu (í Ölpunum, Karpatafjöllum, Pýreneafjöllum og víðar), á Skandinavíuskaga, Íslandi, Færeyjum, Jan Mayen, Svalbarða og austurhluta Grænlands.

Jöklasóley velur sér vaxtarstað í grjótskriðum, grýttum melum eða í klettum hátt til fjalla.

Greiningareinkenni[breyta | breyta frumkóða]

Blöð jöklasóleyjar eru stilklöng og handflipótt eða handskipt. Þau eru hárlaus og gljáandi. Blómin eru hins vegar hvít í fyrstu og verða svo dumbrauð. Þau eru 2-2,5 cm í þvermál.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.