Jón H.B. Snorrason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fæddist 14. nóvember 1954. Hann lauk landsprófi frá héraðsskólanum að Skógum 1971, verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1973, stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1984 og prófi frá Politihögskolen í Oslo í Noregi í rannsókn og saksókn efnahagsbrota 1993.

Jón starfaði sem lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík 1976-1979, sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglu ríkisins samhliða laganámi 1979-1984, var löglærður fulltrúi hjá rannsóknarlögreglu ríkisins frá 1984-1987, deildarstjóri og síðar yfirlögfræðingur hjá sama embætti frá 1987-1996 og settur vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins 1996-1997. Hann var skipaður saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra frá 1997-2006 og aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar 2007.

Jón hefur starfað í fjölmörgum nefndum á vegum hins opinbera, einkum á sviði lögreglumála og refsiréttar. Hann hefur verið prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1995 og stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Lögregluskóla ríkisins. Þá hefur hann verið settur sýslumaður og dómari tímabundið og vegna einstakra verkefna. Er varafulltrúi í GRECO, ríkjanefnd gegn spillingu og hefur tekið þátt í sérfræðinganefnd á vegum þess.