Jóannes Eidesgaard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhannes Eidesgaard í Gjogv.

Jóhannes Dan Eidesgaard (fæddur 19. apríl 1951) var lögmaður Færeyja frá 3. febrúar 2004 til september 2008, þegar arftaki hans Kaj Leo Johannesen tók við. Sem lögmaður veitti hann Landsstjórn Færeyja forystu.

Jóannes fæddist á Tvøroyri. Hann er sonur Jonu og Erling Eidesgaard og er giftur Anítu, dóttur Jonhildar og Bjarna W. Joensen úr Froðba.

Jóannes útskrifaðist með kennarapróf árið 1977 og kenndi við Tvøroyrar Skúla þar til í janúar 1991. Frá 1991 til 1993 var hann heilbrigðisráðherra, viðskipta- og iðnaðaráðherra og félagsmálaráðherra. Á þessu tímabili var Jafnaðarflokkurinn í meirihluta ásamt Sjálfstjórnarflokknum og Þjóðveldisflokknum.

Árið 1990 var hann fyrst kosinn á lögþingið fyrir Jafnaðarflokkinn, í Suðuroyarkjördæmi og hefur setið þar síðan. Frá september 1994 til júní 1996 var hann sjávarútvegsráðherra og varalögmaður. Á kjörtímabilinu var meirihluti Sambandsflokksins, Jafnaðarflokksins og Verkamannafylkingarinnar við völd.

Hann var kosinn formaður Jafnaðarflokksins og formaður þingflokksins árið 1996 en lét af embætti og hætti þátttöku í stjórnmálum snemma árs 2011 og Aksel V. Johannesen var kjörinn formaður í hans stað 6. mars 2011. Hann hefur átt sæti í utanríkisnefnd og Norðurlandaráði. Frá 30. september 2008, þegar Jóannes lét af embætti lögmanns eftir að stjórnarsamstarfið sprakk, var hann fjármálaráðherra í stjórn Jafnaðarflokksins, Fólkaflokksins og Sambandsflokksins undir forystu Kaj Leo Johannesen. Hann lét af því embætti í febrúar 2011.

Frá 1996 til 1998 sat hann í utanríkisnefnd Lögþingsins og frá 1998 til 2001 var hann þingmaður á Þjóðþingi Danmerkur.

Jóannes var sveitarstjórnarmaður á Tvøroyri frá 1980 til 2000 en var í leyfi frá þeim störfum þegar hann sat sem ráðherra í Landstjórninni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]