Lestarstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Járnbrautarstöð)
Lestarstöðin Gare du Nord í París

Lestarstöð er járnbrautarstöð þar sem lestir nema staðar þannig að farþegar geti farið inn og út af lestinni og hægt sé að ferma og afferma vagnana. Á flestum lestarstöðvum er pallur við hliðina á teinunum og bygging þar sem miðar eru keyptir og beðið er eftir lestum. Sé lestarstöð á einnar brautar leið er oftast framúrakstursbraut til staðar svo að lestir geti keyrt fram úr öðrum. Oft eru tengingar við aðra ferðamáta eins og strætisvagna og sporlestir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.