Ivy League

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ivy League, stofnuð árið 1954[1], var upphaflega íþróttakeppni á milli átta háskóla í norðausturhluta Bandaríkjanna. Hugtakið er nú frekar notað sem samheiti allra skólanna, en þeir eru: Brown-háskóli, Columbia-háskóli, Cornell-háskóli, Dartmouth-háskóli, Harvard-háskóli, Pennsylvaníuháskóli, Princeton-háskóli og Yale-háskóli.

Ivy League háskólar hafa á sér það orð að vera með bestu háskólum Bandaríkjanna. Mun fleiri sækja um en komast inn, en hlutfall samþykktra umsókna er á bilinu 9% til 20%. Enn fremur keppa skólarnir innbyrðis um góða nemendur. Það er því gjarnan talinn viss heiður að ganga í Ivy League skóla, en að sama skapi er Ivy League stundum tengd menntasnobbi.

Ivy League háskólarnir eru með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli, sá elsti, var stofnaður 1636, en sá yngsti, Cornell-háskóli, árið 1865. Skólarnir eru allir einkareknir, og eru með auðugustu menntastofnunum heims.

Hugtakið Ivy League er talið vera komið af því að útveggir margra þessara gömlu háskóla eru þaktir bergfléttu (Ivy). Ivy League þýðir í raun „Bergfléttu-deildin“.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. What is the origin of the term, Ivy League? Geymt 11 september 2006 í Wayback Machine, Stasia Karel, skoðað 10. júní 2007

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Ráð[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.