Istedljónið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Istedljónið i Flensborg (13.9.2011)
Istedljónið i Kaupmannahöfn 2007
pakkað Istedljónið i Flensborg (26.8.2011)

Istedljónið er stór myndastytta eftir danska myndhöggvarannn Herman Wilhelm Bissen. Istedljónið stendur fyrir framan Týhúsið í Kaupmannahöfn (Tøjhuset) sem áður fyrr var vopnabúr konungs og er staðsett í Søren Kierkegaards Plads. Þar er núna safn (Týhússafnið).

Isedljónið stóð upphaflega í kirkjugarðinum í Flensborg, sem þá tilheyrði Danmörku. Styttan var sett þar upp á stöpull árið 1862 til minningar um þá Dani sem féllu í dansk-þýzka stríðinu 18481850 og aðallega um þá sem féllu í bardaganum við Isted (d. Slaget på Isted Hede). Við þann bardaga er ljónið einnig kennt. Árið 1864, þegar Þjóðverjar tóku Flensborg, fluttu þeir ljónið til Berlínar og settu það upp í herskólanum í Gross-Liehter-felde. Danir fengu þó ljónið heim aftur til Danmerkur eftir síðari heimsstyrjöldina. Það var árið 1945 og var gjöf frá Bandaríkjaher.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.