Intercourse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bæjarmerki Intercourse í Pennsylvaníu

Intercourse er lítið þorp í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Sveitarfélagið var stofnað undir þessu nafni árið 1754. Íbúar bæjarins eru nálægt 1000. Á þessum slóðum eru margar Amishbyggðir, þar sem Amishfólkið er fjölmennara en annað fólk. Ýmis bæjanöfn í grenndinni þykja skrýtin, svo sem Blue Ball, Paradise og Bird in Hand.

Nafnið vekur eftirtekt og kátínu vegna nútímamerkingar sinnar (intercourse = samfarir). Upphafleg merking nafnsins mun vera samskipti eða samgöngur. Ferðamenn láta iðulega taka af sér mynd við skilti með nafni bæjarins og algengt er að skiltum sé stolið. Aðalatvinnuvegur er ferðaþjónusta og nafn bæjarins dregur ferðamenn að. Kvikmyndin Vitnið (Witness 1985) var tekin þarna og umhverfis eru víðáttumiklir kornakrar, sem minna á atriði úr kvikmyndinni Children of the Corn.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.