Ingjaldur Helgason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingjaldur Helgason var landnámsmaður í Eyjafirði. Hann var sonur Helga magra, sem gaf honum land austan Eyjafjarðarár út frá Arnarhvoli (á móts við mynni Djúpadalsár) út að Þverá hinni ytri.

Ingjaldur bjó á Efri-Þverá, seinna Munkaþverá, og segir Landnáma að hann hafi reist þar stórt hof, eins og Hrólfur bróðir hans gerði á landnámsjörð sinni, og hafa þeir bræður því horfið frá trú föður síns. Kona Ingjalds var Salgerður Steinólfsdóttir. Börn þeirra voru Eyja, kona Nesja-Knjúks Þórólfssonar landnámsmanns í Barðastrandarsýslu, Eyjólfur, faðir Víga-Glúms, Steinólfur og Úlfheiður, sem giftist Hríseyjar-Narfa, syni Arnar landnámsmanns í Arnarnesi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók. Af Snerpa.is“.