Ingibjörg Hjartardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingibjörg Hjartardóttir
Hljómdiskurinn Velkomin í Villta Vestrið með söngvum úr samnefndu leikriti sem Freyvangsleikhúsið setti upp 1998

Ingibjörg Hjartardóttir (f. 18. maí 1952) er íslenskur rithöfundur og leikritaskáld. Hún hefur einnig þýtt skáldsögur og fengist við ljóðagerð. Ingibjörg er einn af stofnendum Leikfélagsins Hugleiks í Reykjavík og var formaður leikfélagsins um skeið. Hún hefur einnig leikið og leikstýrt. Leikrit hennar hafa verið sýnd af af atvinnuleikhúsum, leikhópum og áhugafélögum víða um land og flutt í Ríkisútvarpinu. Skáldsögur Ingibjargar hafa allar komið út á þýsku.

Ingibjörg fæddist að Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hennar eru Hjörtur E. Þórarinsson og Sigríður Hafstað á Tjörn. Ingibjörg var gift Degi Þorleifssyni blaðamanni og rithöfundi. Synir þeirra eru Hugleikur Dagsson og Þormóður Dagsson. Seinni eiginmaður hennar er Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur, nú professor emrítus.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

  • Upp til Sigurhæða. Mál og menning 2001
  • Þriðja bónin. Bókaútgáfan Salka 2005
  • Hlustarinn. Bókaútgáfan Salka 2010
  • Fjallkonan. Bókaútgáfan Salka 2015
  • Jarðvísindakona deyr. Bókaútgáfan Salka 2021

Ævisögur[breyta | breyta frumkóða]

  • Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn. Ævisaga. Meðhöfundur, Þórarinn Hjartarson, 1997
  • Var, er og verður Birna. Forlagið 2022

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

  • Skugga-Björg. Ný leikgerð að Skugga-Sveini. Meðhöf. nokkrir félagar í Hugleik, 1985
  • Sálir Jónanna. Meðhöf., Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur 1986
  • Ó, þú! Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur 1987
  • Um hið átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríðar, daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim. Meðhöf., Hjördís Hjartardóttir, Unnur Guttormsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1988
  • Ingveldur á Iðavöllum. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1986
  • Aldrei fer ég suður. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1990
  • Fermingarbarnamótið. Meðhöfundar, nokkrir félagar í Hugleik. Hugleikur 1992
  • Fólkið í Þingholtunum. Útvarpsleikrit í 24 sjálfstæðum þáttum. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. RÚV 1989 – 1991.
  • Stóra kókaínmálið. Útvarpsleikrit í 10 þáttum. RÚV 1993, leikstjóri, Þórhallur Sigruðsson.
  • Sonur og elskhugi. Einþáttungur. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1994
  • Hafnardagarevían (Með fleirum). Hugleikur 1994
  • Út yfir gröf og dauða. Útvarpsleikrit. RÚV 1995, leikstjóri, Ásdís Thoroddsen.
  • Bóndinn. Slaghörpuleikarinn. Saga dóttur minnar. Þrír einleikir. Listaklúbbur Leikhúskjallarans 1995, leikstjóri, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
  • Hvernig dó mamma þín? Einþáttungur. Höfundasmiðja Leikfélags Reykjavíkur 1996, leikstjóri, Hlín Agnarsdóttir.
  • Hinar kýrnar. Einþáttungur. Kaffileikhúsið 1996, leikstjóri, Þórhallur Sigurðsson.
  • Vísindakona deyr. Útvarpsleikrit í 10 þáttum. RÚV 1998, leikstjóri, Hjálmar Hjálmarsson.
  • Velkomin í Villta Vestrið. Freyvangsleikhúsið 1998, leikstjóri, Helga Jónsdóttir.
  • Séð og heyrt. Einþáttungur. Listaklúbbur Leikhúskjallarans 1998, leikstjóri, Ásdís Skúladóttir.
  • Sálir Jónanna ganga aftur. Endurgerð af leikritinu Sálir Jónanna. Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur , leikstjóri, Viðar Eggertsson.
  • Ellismellur. Revía. Meðhöf., Anna Kr. Kristjánsdóttir, Fríða B. Andersen, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hananú-hópurinn Kópavogi 1999. Leikstjóri Ásdís Skúladóttir.
  • Gáttir allar. (Einþáttungur í syrpunni Ég sé ekki Munin. Meðhöf. Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir). Hugleikur 2000
  • Meyjarorðum skyldi manngi trúa (Einþáttungur í syrpunni Ég sé ekki Munin). Meðhöf. Sigrún Óskarsdóttir og Hjördís Hjartardóttir. Hugleikur 2000
  • Víst var Ingjaldur á rauðum skóm. Meðhöf. Hjördís Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 2001
  • Draumalandið. Leikfélag Akureyrar 2004. Leikstjórn: Þorsteinn Backmann
  • Svarfdæla saga. Meðhöf. Hjörleifur Hjartarson. Leikfélag Dalvíkur 2004. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
  • Ó, þú aftur! Hugleikur 2009. Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson

Leikritið Velkomin í Villta vestrið sem var sérstaklega skrifað fyrir Freyvangsleikhúsið vegna landsmóts hestamanna sem haldið var á Melgerðismelum sumarið 1998, var valið sem áhugaverðasta áhugaleiksýningin á leikárinu.

Leikritið Sálir Jónanna ganga aftur í uppsetningu Hugleiks var valið sem fulltrúi Íslands á norður-evrópska leiklistarhátíð sem haldin var í Harstad í Noregi í ágúst 1998. Síðan var leikhópnum boðið með leikritið á leiklistarhátíð í Litháen sumarið 1999 og til Færeyja þá um haustið.

Skáldsagan Hlustarinn var útvarpssaga RÚV í apríl og maí 2013.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Jón Daníelsson 1995. Ingibjörg Hjartardóttir: Kom ekki til greina að við yrtum hvort á annað. Betri Helmingurinn. Bókaútgáfan Skjaldborg. Bls. 177-226.