Hvíti riddarinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvíti Riddarinn er íþróttafélag úr Mosfellsbæ sem var stofnað árið 1998. Knattspyrnudeild Hvíta riddarans hefur verið starfrækt frá stofnun félagsins en árið 2005 var körfuknattleiksdeild stofnuð innan þess. Hvíti Riddarinn leikur nú í fjórðu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og annarri deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. Heimavöllur Hvíta Riddarans í fótbolta er Tungubakkavöllur í Mosfellsbæ.

Saga knattspyrnudeildar[breyta | breyta frumkóða]

  • 1998: Hvíti Riddarinn stofnaður 14. ágúst.
  • 2001: Félagið tók þátt í Utandeildinni í fyrsta sinn og endaði í öðru sæti.
  • 2002: Utandeildarmeistarar.
  • 2003: Utandeildarmeistarar. Félagið tók þátt í bikarkeppni KSÍ undir merkjum Kjalar, tapar 5-0 gegn ÍR.
  • 2004: Félagið lenti í þriðja sæti Utandeildarinnar og gekk í UMSK, ÍSÍ og KSÍ. Þátttaka í bikarkeppni KSÍ, tap gegn Reyni Sandgerði 4-2.
  • 2005: Félagið tók þátt í Íslandsmóti KSÍ í fyrsta sinn og endaði í þriðja sæti C-riðils með markatöluna 54-15. Markatalan var sú næstbesta í öllum deildum íslandsmótsins á eftir Íslandsmeisturum FH (53-11). Í bikarkeppni KSÍ komst félagið í 32 liða úrslit eftir góða sigra á suðurlandsliðunum Árborg og Hamri. Í 32 liða úrslitum náði liðið að knýja fram framlengingu gegn liði HK eftir 1-1 jafntefli. Endanleg úrslit voru 1-5 eftir framlenginguna, HK í vil. Ásbjörn Jónsson þjálfaði liðið frá febrúar, fram í ágúst.
  • 2006: Félagið spilaði í b. riðli 3. deildar og komst í fyrsta sinn í sögu þess í úrslitakeppnina í 3. deildinni með því að vinna riðilinn sinn með níu sigrum, einu jafntefli og tveimur töpum og markatala þeirra var (40-17). Hvíti Riddarinn dróst gegn Kára í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þar sem þeir lutu í lægri hlut 5-3 samanlagt, þeir töpuðu 2-0 upp á Skaga en náðu í 3-3 jafntefli á heimavelli en það dugði ekki til að koma þeim í undarúrslit.
  • 2007: Þetta ár var alls ekki jafn gott og árin tvö á undan en hrunið var langt eftir að hafa verið í úrslitakeppninni árið áður. Þeir voru í C-riðli þetta árið og náðu í aðeins sex stig, einn sigur og þrjú jafntefli með markatölun (16-51) sem skilaði þeim í seinasta sæti í riðlinum sínum. Vonbrigðarár eftir glæsilega frammistöðu tímabilið á undan.
  • 2008: Hvíti Riddarinn bættu sig eftir slakt tímabil en þeir spiluðu í b-riðli þetta árið og náði 14 stig (4 sigrar-2 jafntefli - 9töp) og með markatöluna (36-46). Þetta skilaði þeim í næst seinasta sæti í riðlinum þeirra.
  • 2009: Þetta tímabil spiluðu Hvíti Riddarinn í C. riðli og er þetta einn sterkasti hópur sem hefur verið í Hvíta Riddaranum en eru margir strákar sem spiluðu þarna bæði enn í Hvíta Riddaranum og stór hluti í mikilvægu hlutverki hjá Aftureldingu. Þeir enduðu í öðru sæti í riðlinum en Berserkir sátu í sætinu fyrir neðan á markatölu, Hvíta Riddaranum tókst að vinna átta leiki, gera tvö jafntefli og töpuðu fimm leikjum með markatöluna (42-18). Þar sem eftstu tvö lið riðilsins komast í úrslitakeppnina þá komst Hvíti Riddarinn í annað skiptið í sögunni í úrslitakeppnina. Hvíti Riddarinn fékk KFS í átta liða úrslitum úrslitakeppninni, fyrri leikurinn fór fram á heimavelli þar sem þeir töpuðu illa 3-1, Hvíti fór hinsvegar til vestmanneyja og vann frækinn 5-2 sigur þar sem markið hjá Riddaranum sem skaut þeim áfram kom á seinustu mínútu og koma þeim í undarúrslit á dramatískan hátt. Hvíti Riddarinn fékk Völsung í undarúrslitum og náðu flottu 1-1 jafntefli á heimavelli í fyrri leiknum, en fengu vænan skell á útivelli þar sem þeir töpuðu 5-2. Þeir mættu síðan Ými í leik um þriðja sætið þar sem þeir báru sigur úr býtum með öruggum 3-0 sigri. Hvíti Riddarinn endaði í 3. sæti í 3. deildinni þetta árið sem er hæsta sæti sem þeir hafa náð í sögu þess.
  • 2010: Eftir að hafa farið af kostum tímabilið á undan fór stærsti kjarninn í Hvíta Riddaranum yfir í Aftureldingu sem olli hruni eins og gerðist seinast þegar þeir komust í úrslitakeppnina. En þeir spiluðu í A-riðli þetta árið og náðu sér aðeins í fjögur stig, en þeir unnu einn leik, gerðu eitt jafntefli og töpuðu hinum tólf leikjunum sem skiluðu þeim í áttunda og neðsta sætið.
  • 2011: Hvíti Riddarinn spilaði í b-riðli þetta tímabilið og þetta er versta tímabil í sögu Hvíta Riddarans en þeir töpuðu öllum 14. leikjunum sínum á tímabilinu og enduðu með markatöluna (10-62) þetta tímabilið.
  • 2012: Þetta tímabil var mun betra en hin tvö á undan en samt ekki nógu gott fyrir Hvíta Riddarann, en þeir unnu þrjá leiki, gerðu fimm jafntefli og töpuðu sjö leikjum en það skilaði þeim fjórtán stigum og enduðu með markatöluna (49-29). Skref í réttu áttina á nýjan leik hjá Hvíta Riddaranum. Bjarki Már Sverrisson var þjálfari liðsins og honum til aðstoðar var Sigurbjartur Sigurjónsson.
  • 2013: Fyrir þetta tímabil varð 3. deildin að 4. deildinni og búið til nýja 3. deild með tíu liðum. Guðmundur Viðar Mete var ráðinn þjálfari liðsins en varð að hætta skömmu síðar sökum anna, við liðinu tók þá Sigurbjartur Sigurjónsson en hann hafði þar á undan þjálfað yngri flokka Aftureldingar. Hvíti Riddarinn spiluðu frábærlega þetta sumarið og komust í úrslitakeppnina eftir að hafa komist áfram upp úr riðli sínum með því að vera með bestan árangur af liðunum í þriðja sæti. Hvíti Riddarinn unnu í riðlinum sínum átta leiki, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu þrem leikjum með (41-28) í markatölu. Hvíti Riddarinn mætti KFG í átta-liða úrslitum, fyrri leikurinn fór fram á Tungubökkum og endaði með 0-0 jafntefli, en í seinni leiknum náðu KFG að næla í 3-2 sigur og duttu Hvíti Riddarinn út á tæpan hátt en viðureignin var mjög jöfn.. Hópurinn þetta árið er klárlega sá besti sem hefur spilað hjá Hvíta riddaranum ásamt hópnum sem spilaði árið 2009 hingað til.

Saga körfuknattleiksdeildar[breyta | breyta frumkóða]

  • 2005-2006: Körfuknattleiksdeild stofnuð. Forsaga stofnunar deildarinnar var sú að körfuknattleiksliði Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF), sem hafði orðið deildarmeistari annarrar deildar 2005, var meinuð þátttaka í Íslandsmóti um haustið af KKÍ. Ástæðan var þátttaka Harðar, sem er innan vébanda HHF, í Íslandsmóti yngri flokka í körfuknattleik. Ákveðið var að stofna nýja deild innan Hvíta riddarans og gengu liðsmenn HHF í hið nýstofnaða lið. Félagið komst í úrslitakeppni annarrar deildar eftir að hafa unnið riðil A-3 í deildakeppninni. Í úrslitakeppninni, sem haldin var á Hvolsvelli og Hellu, náði félagið þriðja sæti með sigri á gestgjöfum Dímons. Ármann/Þróttur varð deildarmeistari eftir sigur á Hvíta riddaranum í undanúrslitum og ÍG í úrslitum.
  • 2006-2007: Félagið komst í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Liðið var slegið út af b-liði KR. Áður hafði félagið unnið Reyni frá Sandgerði í 32 liða úrslitum. Félagið endaði í 4. sæti í úrslitakeppninni eftir tap gegn Reyni Sandgerði í undanúrslitum og heimamönnum í ÍA frá Akranesi í leik um þriðja sætið. Körfuknattleiksdeildin var lögð niður að tímabilinu loknu.
  Þessi knattspyrnugrein sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.