Hundasúra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hundasúra
Ahosuolaheinä (Rumex acetosella).jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Core eudicots
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Súrur (Rumex)
Tegund: R. acetosella
Tvínefni
Rumex acetosella
L.

Hundasúra[1] (fræðiheiti Rumex acetosella)[1] er fjölær jurt af súruætt. Hún er með uppréttan stöngul og er rauðleit á lit og greinist efst og getur náð 0.5 m hæð. Laufblöð eru örvalöguð um 2 sm að lengd. Jurtin blómgast frá mars til nóvember og eru gulgræn (karlblóm) eða rauðleit (kvenblóm) blóm á mismunandi jurtum frá sama jarðstöngli. Aldin eru rauð. Hundasúra er algengt víðast á norðurhveli jarðar og er oft ein fyrsta jurt til að breiðast út í röskuðum svæðum eins og yfirgegnum námasvæðum, sérstaklega ef jarðvegurinn er súr. Jurtin er vel æt en er ekki mjög næringarrík sem beitarjurt og inniheldur oxalsýru sem veldur eitrunaráhrifum ef hún er bitið í miklu magni.

Víða er litið á hundasúru sem illgresi sem erfitt er að halda í skefjum. Hundasúra þrífst við sams konar aðstæður og bláber. Bændur líta oft á hundasúrur sem merki um að það þurfi að bera kalk á land. Hundasúra er notuð til að bragðbæta mat og sem grænmeti. Hún er einnig notuð til lækninga m.a. við krabbameini og er ein jurta í jurtablöndunni Essiac. Hún hefur einnig verið notuð sem landgræðslujurt til að binda jarðveg á ofbeittum svæðum.

Tilvísanir[breyta]

  1. 1,0 1,1 Orðið „hundasúra“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „hundasúra“enska: sheep's sorrellatína: Rumex acetosella

Tenglar[breyta]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist