Hrím

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hrím á trjágreinum

Hrím (einnig ritað hrími í fornu máli)[1] er hvítir og fremur grófir ískristallar sem myndast þegar frostkaldir þokudropar setjast á eitthvað í frosti. Hrím er algengast til fjalla. Hrím myndast ekki á rúðum, það er héla.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Orðið hrím kemur af fornnorska orðinu hrím, sem kemur af indó-evrópsku rótinni *krei- (sem þýðir að „strjúka yfir“ eða að „snerta laust“). Hrím er einnig samstofna færeyska orðinu rím, sænska orðinu rim, sænska mállýskuorðinu rim („saltlag á kjöti“, „héla“); fornenska og fornsaxneska orðinu hrīm sem þýðir það sama (en þaðan kom enska orðið rime).[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

Hrím á tré í Svartaskógi í Þýskalandi.
  1. 1,0 1,1 Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 372 undir „hrím“.