How I Met Your Mother (5. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta þáttaröð bandarísku gamanþáttanna How I Met Your Mother fór af stað þann 21. september 2009 og lauk 24. maí 2010. Þáttaröðin samanstendur af 24 þáttum og er hver þeirra að meðaltali 22 mín. að lengd. CBS sýndi 5. þáttaröðina á mánudagskvöldum í Bandaríkjum. Serían hefur ekki enn verið sýnd hér á landi.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Ted byrjar fyrsta daginn sinn sem kennari, standandi í miðri kennslustofu - þrátt fyrir að móðirin hafi verið þar, reynist þetta þó ekki vera arkitektatíminn sem hann átti að vera að kenna. Barney og Robin hafa átt í kynferðislegu samabandi um sumarið og Lily læsir þau inni í herbergi og neyðir þau til að ákvarða hvað samband þeirra er. Eftir erfiðan tíma ákveða þau að hætta saman. Robin lýsir þessu þó þannig að þau séu tveir vinir að byrja aftur saman. Barney snýr strax til eldri siða, og notar leikjabókina til að ná í konur. Í gegnum þáttaröðina sjást merki þess að Robin og Barney sjái eftir sambandinu.

Ted byrjar samband með nemanda sem heitir Cindy (Rachel Bilson) og kemur í ljós að herbergisfélagi hennar sé framtíðar-konan hans. Robin hittir Don, nýjan samstarfsmann í morgunþættinum. Þrátt fyrir að henni líki ekki við hann í fyrstu byrja þau saman eftir nokkurn tíma og flytja inn saman. Í lok seríunnar hætta þau saman þegar Don tekur starfi í Chicago, þrátt fyrir að Robin hafi hafnað starfinu til að geta verið með honum. Marshall lemur Barney í fjórða sinn, aftur á þakkargjörðinni. Ted kaupir hús, sem þarfnast mikilla viðgerða, en það kemur seinna fram að þetta er húsið sem Ted mun búa í með fjölskyldunni.

Lily og Marshall ræða hugmyndina um að eignast barn, þrátt fyrir að Lily sé óviss. Parið ákveður að láta það eiga sig þar til þau sjá síðasta tvífara hópsins. Að lokum sér Lily mann sem hún telur vera síðasta tvífarann, þó að restin af hópnum mótmæli því, sýnir það að þau eru bæði tilbúin til að eignast barn.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Sýnt í U.S.A. #
Defentions 21. september 2009 89 (501)
Þáttur
Double Date 28. september 2009 90 (502)
Þáttur
Robin 101 5. október 2009 91 (503)
Þáttur
The Sexless Inkeeper 12. október 2009 92 (504)
Þáttur
Duel Citizenship 19. október 2009 93 (505)
Þáttur
Bagpipes 2. nóvember 2009 94 (506)
Þáttur
The Rough Patch 9. nóvember 2009 95 (507)
Þáttur
The Playbook 16. nóvember 2009 96 (508)
Þáttur
Slapsgiving 2: Revenge of the Slap 23. nóvember 2009 97 (509)
Þáttur
The Window 7. desember 2009 98 (510)
Þáttur
Last Cigarette Ever 14. desember 2008 99 (511)
Þáttur
Girls Verus Suits 11. janúar 2010 100 (512)
Þáttur
Jenkins 18. janúar 2010 101 (513)
Þáttur
Perfect Week 1. febrúar 2010 102 (514)
Þáttur
Rabbit or Duck 8. febrúar 2010 103 (515)
Þáttur
Hooked 1. mars 2010 104 (516)
Þáttur
Of Course 8. mars 2010 105 (516)
Þáttur
Say Cheese 22. mars 2010 106 (518)
Þáttur
Zoo or False 12. apríl 2010 107 (519)
Þáttur
Home Wreckers 19. apríl 2010 108 (520)
Þáttur
Twin Beds 3. maí 2010 109 (521)
Þáttur
Robots Versus Wrestlers 10. maí 2010 110 (522)
Þáttur
The Wedding Bride 17. maí 2010 111 (523)
Þáttur
Doppelgangers 24. maí 2010 112 (524)
Þáttur