Holmæna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Holmæna er sjúkdómur í mænu hunda sem stafar af afbrigðileg lögun á hnakkabeini. Of lítið rými er fyrir litla heila og getur það truflað flæði mænuvökva milli heila og mænu svo vökvafyllt holrúm myndast í mænunni. Holmæna þekkist einnig í köttum. Holmæna er þekkt í mörgum hundategundum en er langalgengust í cavalierhundum en rannsóknir sýna að yfir 90 % hunda af þeirri tegund eru með afbrigðilega lögun hauskúpu þannig að aftari hluti hennar (hnakkabeinið) er minni en eðlilegt má teljast og að helmingur þeirra (50%) hafi jafnframt holmænu. Flestir þeir hundar eru þó einkennalausir eða fá ekki einkenni sjúkdómsins fyrr en seint á ævinni. Sjúkdómurinn er talinn arfgengur og er sennilegast að mikil tíðni hans í cavalierhundum stafi af því að stofninn var endurreistur með mjög fáum undaneldisdýrum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Holmæna (Helga Finnsdóttir dýralæknir 2008)
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.