Hollandaise-sósa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aspas með hollandaise-sósu

Hollandaise-sósa eða hollensk sósa er ljós heit sósa gerð með því að þeyta saman eggjarauðu og bráðið smjör og venjulega krydduð með sítrónusafa eða hvítvínsediki, salti og hvítum pipar eða cayenne-pipar. Sósan er þykk og smjörkennd með eilítið súrum keim. Hollandaise-sósa er ein af fimm grunnsósum franskrar matargerðar.

Elsta dæmið um uppskrift af hollandaise-sósu er að finna í hollenskri matreiðslubók frá 1593. François Pierre La Varenne lýsti svipaðri sósu í Le cuisinier françois árið 1651. Nafnið kann að vera dregið af því að fiskur à la hollandaise var borinn fram með bráðnu smjöri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.