Hljómsveitin Varsjárbandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hljómsveitin Varsjárbandalagið var stofuð í febrúar árið 2009 af Sigríði Ástu Árnadóttur, Magnúsi Pálssyni, Halli Guðmundssyni og Karli Pestka. Jón Torfi Arason og Steingrímur Guðmundsson komu síðar inn í sveitina.

Þann 9. júní 2011 kom úr fyrsta plata sveitarinnar, Russian Bride. Á plötunni er að finna útsetningar Varsjárbandalagsins á bæði þjóðlögum frá Austur-Evrópu og Gyðingaheiminum. Enn fremur eru á disknum lög eftir meðlim sveitarinnar sem og útsetningar á íslenskum lögum.

Hljómsveitin hefur komð fram á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Græna Hattinum á Akureyri, Café Rósenberg í Reykjavík, Bæjarbíói í Hafnarfirði og fjölmörgum öðrum stöðum.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Magnús Pálsson - Klarinett, sópransaxófónn og raddir
  • Karl James Pestka - Fiðla, Víóla og söngur
  • Sigríður Ásta Árnadóttir - Harmonikka og söngur
  • Jón Torfi Arason - Trompet, básúna, gítar og söngur
  • Hallur Guðmundsson - Bassi og söngur
  • Steingrímur Guðmundsson - Trommur og slagverk

Með sveitinni hafa leikið eftirtaldir listamenn[breyta | breyta frumkóða]

  • Greta Salóme Stefánsdóttir - Fiðla
  • Matthías Ingiberg Sigurðsson - Klarinett
  • Erik Qvick - Trommur
  • Páll Einarsson - Bassi
  • Helgi Eiríkur Eyjólfsson - Bassi
  • Jón H. Geirfinnsson - Trommur
  • Halldór Eldjárn - Trommur