Hljómsveit Ingimars Eydal - Þorvaldur -Helena -Vilhjálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hljómsveit Ingimars Eydal - Þorvaldur -Helena -Vilhjálmur
Bakhlið
SG - 063
FlytjandiHljómsveit Ingimars Eydal
Gefin út1973
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Hljómsveit Ingimars Eydal - Þorvaldur -Helena -Vilhjálmur er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Skárst mun sinni kellu að kúra hjá - Lag - texti: Amerískt þjóðlag - Kristján frá Djúpalæk - Þorvaldur og Helena syngja
  2. Þú kysstir mig - Lag - texti: B. Martin/P. Coulter - Ómar Ragnarsson - Helena Eyjólfsdóttir syngur
  3. Hún er svo sæt - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Ómar Ragnarsson - Þorvaldur Halldórsson syngur
  4. Ég tek hundinn - Lag - texti: Macrea/Barton - Ómar Ragnarsson - Helena og Þorvaldur syngja
  5. Ég var átján ára - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Örn Bjarnason - Þorvaldur syngur
  6. Vor í Vaglaskógi - Lag - texti: Jónas Jónasson - Kristján frá Djúpalæk - Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur
  7. Í nótt - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Þorvaldur syngur
  8. Mig dregur þrá - Lag - texti: Kilgore/King - Kristján frá Djúpalæk - Þorvaldur syngur
  9. Hverful hamingja - Lag - texti: M.Merchant - Ómar Ragnarsson - Helena syngur
  10. Lánið er valt - Lag - texti: Howard - Valgeir Sigurðsson - Vilhjálmur syngur
  11. Sumarást - Lag - texti: L. Hazelwood - Ásta Sigurðardóttir - Helena og Þorvaldur syngja
  12. Raunasaga - Lag - texti: Gordon Parsons, Dan Sheahan, Chad Morgan - Maron Vilhjálmsson - Vilhjálmur syngur
  13. Ó, hvað get ég gert - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Ómar Ragnarsson - Helena syngur
  14. Komdu - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Ómar Ragnarsson - Þorvaldur syngur


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Hér hefur verið safnað saman á eina plötu fjórtán lögum af litlum plötum, sem hljómsveit Ingimars Eydal gerði á fyrstu árum SG-hljómplatna. Allar þessar litlu plötur eru ófáanlegar, en eftirspurn verið stöðug eftir þessu eða hinu laginu, því segja má, að hvert einasta lag, sem hljómsveit Ingimars Eydal flutti á þessum litlu plötum hafi slegið í gegn. Er það ekki hvað sízt að þakka hinum ágætu söngvurum, sem fylgt hafa hljómsveitinni, Þorvaldi Halldórssyni, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Helenu Eyjólfsdóttur, en öll er þau að finna á þessari plötu. Af lögum Vilhjálms hafa aðeins verið valin tvö á þessa plötu, þar sem nýlega er komin út fjórtán laga plata með eldri lögum Vilhjálms, sem hann flutti á sínum tíma á litlum plötum.