Hjortspringbáturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljósmynd af Hjortspringbátnum.
Uppdráttur af Hjortspringbátnum.

Hjortspringbáturinn er fórnarbátur frá keltneskri járnöld.

Hann er grafinn úr Hjortspringmýri á dönsku eynni Als 1921-22. Hann er um 19 m langur, um 2 m breiður og getur rúmað um 20 manns og hefur líklega verið knúinn árum. Ekkert járn var notað í hann en fjalir og rengur festar saman með e.k. saumi. Hjortspringbáturinn er einn elsti bátur sem fundist hefur í Norður-Evrópu.