Hjalti Gestsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hjalti Gestsson (fæddur 10. júní 1916Hæl í Gnúpverjahreppi, látinn 6. október 2009) var íslenskur búfræðikandídat og fyrrverandi ráðunautur. Hann var mikilvirkur innan íslenskrar búfjárræktar.

Menntun og störf[breyta | breyta frumkóða]

Hjalti lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938. Hann varð búfræðikandídat frá Búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn 1941 og lauk þaðan framhaldsnámi tveimur árum síðar.

Hjalti vann hjá Landsøkonomisk Forsøgslaboratorium í Kaupmannahöfn á námsárum sínum þar í borg. Þá var hann ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1946 til 1986, er hann lét af störfum 70 að aldri. Þá var hann einnig framkvæmdastjóri sambandsins á árunum 1959 til 1986. Auk þess sat hann í bændaskólanefnd í Skálholti, stóð að búnaðarkennslu í Stóru-Sandvík og var stundakennari við Bændaskólann á Hvanneyri frá stofnun framhaldsdeildarinnar árið 1949 til 1957.

Stuttu eftir að Hjalti kom til starfa hjá Búnaðarsambandinu setti hann saman dómstiga sem notaður var við kúadóma. Dómskali þessi var notaður á öllum kúasýningum frá 1951 til 1976 og er enn undirstaðan í nýja kerfinu sem notað er við dóma í dag.

Hjalti stjórnaði fjárskiptum vegna mæðiveiki í Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavík í byrjun 6. áratugarins. Þá var hann hvati að því að lambhrútasýningar yrðu teknar upp. Þangað til höfðu einungis verið sýndir fullorðnir hrútar. Lambhrútasýningarnar urðu fljótt vinsælar og stuðla að því að stytta ættliðabilið í íslenskir sauðfjárrækt.

Þá stuðlaði hann að stofnun Hrossaræktarsambands Suðurlands.

Árið 2006, þegar Hjalti varð níræður, var haldin ráðstefna honum til heiðurs þar sem fluttir voru fyrirlestrar um ýmis efni innan íslenskrar búfjárræktar.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]