Hjálparspjall:Efnisyfirlit

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég er að vinna af krafti svo ég byð aðra notendur að gefa mér og síðunni næði á meðan. Takk fyrir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:24, 19 júlí 2007 (UTC)

Hér hef ég sett inn smá uppkast. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:59, 19 júlí 2007 (UTC)

Hvað finnst ykkur? Hugmyndin var blanda af spánsku og dönsku síðunum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 09:26, 22 júlí 2007 (UTC)

Þar sem það vantar ennþá hluta af hjálpinni þá vil ég bendi á að það er hægt að afrita hjálpina af ISIRWiki hingað.

Ný hönnun[breyta frumkóða]

Hefur einhver skoðun á endurhönnun hjálparyfirlitsins? Það væri voðalega gott að fá smá feedback til þess að vita hvort að maður er á réttri leið eða ekki. --Bjarki (spjall) 16. febrúar 2013 kl. 01:34 (UTC)[svara]

Mér finnst alla vega útlitið snyrtilegt og smekklegt. Ég hef ekki notað þessa síðu neitt og hef ekki skoðun á skipulagi og framsetningu upplýsinga á henni en listinn yfir hjálparsíður í stafrófsröð er mjög gagnlegur og auðsjáanlegur þarna efst uppi þannig að það ætti að vera auðvelt fyrir hvern sem er að finna það sem hann þarf. --Cessator (spjall) 16. febrúar 2013 kl. 14:41 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta skýrara og aðgengilegra en það var og að hafa hjálparsíður í stafrófsröð er mjög gott. Það eina sem ég held að væri betra (sem gamall umbrotsmaður og vefhönnuður) er að hafa eitt bil á milli efnisatriða frekar en að stóla á lista punktinn. Þetta rennur dálítið mikið saman og mér finnast punktarnir ekki nóg til að aðgreina málsgreinarnar/efnisþættina. Bragi H (spjall) 16. febrúar 2013 kl. 15:32 (UTC)[svara]

Að mínu mati ertu á réttri leið, en það má gera betur. Ég ætla að skipta svöruninni niður eftir boxum.

Boxið "Hvernig getum við aðstoðað": Gott eins og er. Sérstaklega ánægður með leitina.

Boxið "Notkun Wikipediu": Að mínu mati mætti breyta fyrstu og síðustu efnisgreinunum en hinar eru góðar eins og er. Það mætti sleppa fyrstu efnisgreininni. Hún er endurtekning á því sem kom fram í boxinu "Hvernig getum við aðstoðað". Í síðustu efnisgreininni myndi ég vilja sjá tölusetninguna (1) og 2)) í nýrri línu. Ég myndi tengja "Afleidd verk" í greinina Afleitt verk, enda held ég að það séu ekki margir sem viti hvað það er.

Boxið "Skrifað fyrir Wikipediu": Í fyrstu efnisgrein myndi ég frekar tengja á Hjálp:Að byrja nýja síðu, frekar en byrjendanámskeiðið.

Boxið "Athugasemdir og spurningar": Það mætti búa til síðuna "Wikipedia:Hafðu samband", í staðinn fyrir að hafa tengillinn rauðann eins og það er núna. Að öðru leiti er þetta box gott eins og er.

Boxið "Ítarefni": Nokkuð gott, en hérna er aftur endurtekning á ferðinni. Í boxinu "Athugasemdir og spurningar" er tengt á Hjálp:Spjallsíður og aftur hér. Þar að auki er ein síða sem ég myndi vilja bæta við, Wikipedia:Aðgreiningarsíður.--Snaevar (spjall) 16. febrúar 2013 kl. 20:57 (UTC)[svara]