Himeji-kastali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Himeji-kastalinn

Himeji-kastalinn er röð japanskra kastala í Himeji, Hyogo-héraðinu, Japan. Kastalinn er álítinn best varðveitta dæmi um dæmigerða byggingalist japanskra kastala. Hann samanstendur af 83 byggingum með varnarkerfi frá lénstímabilinu.[1]

Himeji-kastalinn er frá 1333 þegar Akamatsu Norimura byggði virki ofaná Himeyma hæðinni. Virkið var eyðilagt og endurbyggt sem Himeyama-kastalinn 1346 og svo endurbyggt sem Himeji-kastalinn tveimur öldum síðar. Kastalinn var svo stækkaður 1581 af Toyotomi Hideyoshi sem bætti við þriggja hæða víggirðan turn. 1600 gaf Tokugawa Ieyasu kastalann til Ikeda Terumasa fyrir hjálp sína í baráttunni við Sekigahara og Ikeda stækkaði kastalann frá 1601 til 1909 í röð kastala.[2] Nokkrum byggingum var bætt við síðar af Honda Tadamasa frá 1617 til 1618.[3] Í yfir 400 ár hefur Himeji-kastalinn verið óskaddaður, þrátt fyrir loftárásir á Himeji hæðina í Seinni heimstyrjöldinni og náttúruhamfarir eins og Hashin jarðskjálftann 1995.[2][4][5]

Hann er stærsti og mest heimsótti kastali Japans og hann var skráður 1993 sem einn af fyrstu stöðum Japans á Heimsminjaskrá UNESCO.[4]

Heimildir[breyta]

Tilvísanir[breyta]

  Þessi mannvirkjagrein sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.