Herta Müller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Herta Müller (2019)

Herta Müller (f. 17. ágúst 1953) er þýskumælandi rithöfundur frá Rúmeníu. Herta er þekkt fyrir skáldsögur sínar, ljóð og ritgerðir. Verk hennar snúast aðallega um hið harðneskjulega líf í Rúmeníu á þeim árum þegar Nicolae Ceauşescu var þar við völd. Árið 2009 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Herta tilheyrði þýskumælandi minnihluta í Rúmeníu og skrifar þess vegna á þýsku. Rúmensku lærði hún ekki fyrr en hún varð táningur í skóla. Tungumálin tvö hafa þó litað ritstíl hennar, enda er þýska hennar sögð mjög lituð af sýn rúmenskunar á tilveruna, en hún hefur sagt að hvert tungumál hafi sín eigin augu. Skáldsögur hennar þóttu of ágengar og spyrjandi í Rúmeníu þannig að árið 1987 varð hún að flýja Rúmeníu og settist þá að í Þýskalandi. Hún býr núna í Berlín.

Skáldsaga Hertu, Ennislokkur einvaldsins, kom út í íslenskri þýðingu Franz Gíslasonar árið 1995. Bókin fjallar um síðustu daga einræðisins í Rúmeníu.[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.