Hermann Bonitz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hermann Bonitz

Hermann Bonitz (29. júlí 181425. júlí 1888) var þýskur fornfræðingur og textafræðingur.

Bonitz nam fornfræði í Leipzig undir leisögn Johanns Gottfrieds Jakobs Hermann og í Berlín undir leiðsögn Philipps Augusts Böckh og Karls Lachmann. Hann kenndi fornfræði við Blochmann-stofnunina í Dresden (1836), Friedrich-Wilhelms-Gymnasium (1838) og Graues Kloster (1840) í Berlín. Hann varð prófessor við framhaldsskólann í Stettin (Szczecin) (1842), prófessor við háskólann í Vín (1849). Hann varð meðlimur í keisaralegu akademíunni (1854), og skólastjóri í Graues-Kloster-Gymnasium (1867). Hann settist í helgan stein 1888 og lést sama ár í Berlín.

Bonitz var mjög áhugasamur um æðri menntun og átti mikinn þátt í að móta skólakerfið í Prússlandi eftir 1882. Hann er þó þekktastur fyrir vinnu sína við Platon og Aristóteles. Mikilvægustu verk hans um fornaldarheimspeki eru:

  • Disputationes Platonicae Duae (1837); endurútgefin sem Platonische Studien (3. útg., 1886). (Rannsóknir í platonsfræðum)
  • Observationes Criticae in Aristotelis Libros Metaphysicos (1842). (Athugasemdir við Frumspeki Aristótelesar)
  • Observationes Criticae in Aristotelis quae feruntur Magna Moralia et Ethica Eudemia (1844). (Athugasemdir við rit Aristótelesar Stóru siðfræðina og Siðfræði Evdemosar)
  • Alexandri Aphrodisiensis Commentarius in Libros Metaphysicos Aristotelis (1847). (Skýringarrit Alexanders frá Afródísías við Frumspeki Aristótelesar)
  • Aristotelis Metaphysica (1848-1849) (Frumspeki Aristótelesar)
  • Über die Kategorien des A. (1853) (Um Umsagnir Aristótelesar)
  • Aristotelische Studien (1862-1867) (Aristótelískar rannsóknir)
  • Index Aristotelicus (1870) (Aristótelísk atriðisorðaskrá)

Önnur mikilvæg verk:

  • Über den Ursprung der homerischen Gedichte (5. útg., 1888)
  • Beiträge zur Erklärung des Thukydides (1854),
  • Beiträge zur Erklärung des Sophokles (1856-1857)

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.