Haraldur 2. Danakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Haraldur II)

Haraldur 2. (d. 1018) var sonur Sveins tjúguskeggs og fyrri konu hans, Gunnhildar, og konungur í Danmörku frá 1014 til 1018.

Lítið er vitað um Harald 2., enda var konungstími hans ekki langur og má segja að yngri bróðir hans, Knútur ríki, hafi fengið alla athyglina. Þó er talið víst að þegar Sveinn tjúguskegg sigldi til Englands árið 1013 til að leggja það undir sig hafi hann gert eldri son sinn, Harald 2., að handhafa konungsvaldsins í sinni fjarveru. Þegar fréttir bárust af láti Sveins var Haraldur hylltur konungur. Ekkert er getið um konu hans eða börn og eftir lát hans var Knútur bróðir hans tekinn til konungs.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sveinn tjúguskegg
Konungur Danmerkur
(1014 – 1018)
Eftirmaður:
Knútur mikli