Handleikjatölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Playstation Vita og Nintendo 3DS eru áttundu kynslóðar handleikjatölvur

Handleikjatölva er leikjatölva sem ætluð er að ferðast með. Hún er lítið, létt tæki með skjá, stýribúnaði, hátölurum og umskiptanlegum eða endurhlaðanlegum rafhlöðum. Handleikjatölvur eru ólíkar öðrum leikjatölvum þar sem stýribúnaðurinn, skjárinn og hátalararnir eru öll í einu tæki.

Fyrsta handleikjatækið kom á markaðinn árið 1976 við útgáfu Auto Race frá Mattel. Seinna framleiddu nokkur önnur fyrirtæki — þar á meðal Coleco og Milton Bradley — sín eigin létt leikjatæki en þessum var ætlað að ferðast með eða nota á borði. Með þessum tækjum var hægt að spila eingöngu einn leik. Elsta handleikjatækið þar sem hægt var að skipta um hylki var Microvision frá Miltion Bradley sem kom út árið 1979.

Talið er að Nintendo hafi gert handleikatölvur vinsælar með útgáfu Game Boy árið 1989. Frá og með 2011 er Nintendo enn einn stærsti framleiðandi handleikjatölva með Nintendo DS og DSi línunum. Nýjasta handleikjatölvan frá fyrirtækinu heitir Nintendo 3DS sem gefur frá sér þrívíddarmyndir en leikendur þurfa ekki að nota gleraugu til að sjá þær. Dæmi um tæki frá öðrum framleiðendum sem eru handleikatölvur eða hægt er að nota sem handleikjatölvu eru PSP og Playstation Vita frá Sony og iPod touch frá Apple.

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.