Lengi lifi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá HAM lengi lifi)

Lengi lifi er breiðskífa hljómsveitarinnar HAM og inniheldur upptökur frá yfirlýstum lokatónleikum hljómsveitarinnar á skemmtistaðnum Tunglinu þann 4. júní 1994. Stuttu eftir tónleika Ham, brann Tunglið.

Árið 2009 var platan valin í 39. sæti yfir 100 bestu plötur Íslandssögunnar af notendum vefjarins Tónlist.is.

Á Lengi lifi eru eftirfarandi lög:

  1. Intro
  2. Austur
  3. Youth
  4. Dimitri
  5. 2000
  6. Musculus
  7. Auður Sif
  8. Marenering
  9. Örlög
  10. Animalia
  11. Manifesto
  12. Demetra
  13. Voulez-vous
  14. Partýbær
  15. Sanity
  16. Hold
  17. Airport
  18. Svín