Höfða-Þórður Bjarnarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Höfða-Þórður Bjarnason var landnámsmaður í Skagafirði og segir í Landnámabók að hann hafi verið sonur "Bjarnar byrðusmjörs, Hróaldssonar hryggs, Bjarnarsonar járnsíðu, Ragnarssonar loðbrókar". Hann nam Höfðaströnd frá Hofsá og út að Hrolleifsdalsá í Sléttuhlíð og bjó á Höfða.

Í Landnámu er sagt að Þorgerður kona Þórðar hafi verið dótturdóttir Kjarvals Írakonungs og eru nöfn ellefu sona þeirra og átta dætra talin upp.

Á milli landnáma Sleitu-Bjarnar og Höfða-Þórðar, eins og þeim er lýst í Landnámabók, er eyða sem tekur yfir hálfan Unadal og hálfan Deildardal. Líkur hafa verið leiddar að því að þarna hafi verið sérstakt landnám sem gleymst hafi í upptalningunni, enda er talað um Una í Unadal á öðrum stað í Landnámu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.