Guillaume Dufay

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guillaume Dufay (vinstra megin) ásamt Gilles Binchois

Guillaume Dufay (einnig skrifað Du Fay eða Du Fayt) (5. ágúst 1397 - 27. nóvember 1474) var fransk- flæmskt tónskáld og tónfræðingur snemma á endurreisnartímabilinu. Hann var eitt áhrifamesta tónskáld Evrópu á miðri 15. öld. Hann samdi tónlist af öllum helstu gerðum síns tíma, bæði trúarlega og veraldlega.