Grace Kelly

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grace Kelly (lengst til hægri) ásamt Nancy Reagan og Douglas Fairbanks í móttöku í Winfield House í London fyrir brúðkaup Karls og Díönu 1981.

Grace Patricia Kelly (12. nóvember, 192914. september, 1982) var bandarísk leikkona sem var vinsæl á 6. áratugnum. Hún lék fyrir MGM, meðal annars aðalhlutverk í þremur Hitchcock-myndum. Hún fékk Óskarsverðlaun sem besta leikkona fyrir leik sinn í Sveitastúlkan (Country Girl) 1954 þar sem hún lék á móti Bing Crosby og William Holden. Á Kvikmyndahátíðinni í Cannes 1955 kynntist hún Rainier 3. fursta af Mónakó og þau héldu áfram sambandi eftir að hún sneri aftur til Bandaríkjanna. Þau giftu sig 19. apríl 1956 og brúðkaupið var kallað „brúðkaup aldarinnar“. Níu mánuðum síðar fæddist fyrsta barn þeirra, Karólína og ári síðar Albert sem er núverandi Mónakófursti. 1965 fæddist yngsta barn þeira, Stefanía. Nokkrum sinnum kom upp sú hugmynd að Grace sneri aftur á hvíta tjaldið, en slíkar hugmyndir mættu mikilli andstöðu Rainieris og almennings í Mónakó.

13. september 1982 fékk Grace heilablóðfall þar sem hún var að aka Rover P6-bifreið sinni, en í bílnum var einnig Stefanía, dóttir hennar. Bíllinn fór út af veginum og hrapaði niður fjallshlíð. Grace lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Stefanía virtist í fyrstu hafa sloppið með minniháttar meiðsli en síðar kom í ljós að hún var með sprungu í höfuðkúpu.

Faðir Grace, Jack Kelly, var kunnur íþróttagarpur og vann til gullverðlauna í kappróðri á Ólympíuleikunum 1920.