Gianni Versace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gianni Versace (2. desember 1946 – 15. júlí 1997) var ítalskur tískuhönnuður. Hann stofnaði fyrirtæki sitt Versace sem hannaði föt, húsinnréttingar, ilmvötn og fleira.

Versace var myrtur árið 1997 á Miami Beach fimmtugur að aldri. Antonio D'Amico var maki hans.

Versace átti ýmsa fræga vini eins og Eric Clapton, Díönu prinsessu, Naomi Campbell, Duran Duran, Kate Moss, Madonnu, Elton John, Cher, Sting, Tupac og The Notorious B.I.G..

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.