Geronimo Stilton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geronimo Stilton er persóna úr ítalskri barnabókaröð.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Geronimo Stilton er fæddur í Músahöfn í Músítalíu. Hann lauk embættisprófi í músafræðum og meistaraprófi í nagdýrabókmenntum. Í rúmlega tuttugu ár hefur hann ritstýrt farsællega stærsta dagblaði Músahafnar, Músahafnarfréttum. Hann hefur að auki hlotið Bókmenntaverðlaun músabókasala fyrir rit sitt, Leyndardómurinn um horfna fjársjóðinn.

Í frístundum sínum safnar Geronimo ostaskorpum frá 18. öld og spilar einnig golf. Hann veit fátt skemmtilegra en segja uppáhalds frænda sínum sögur, honum Benjamús.

Það gerist oft að Geronimo lendir í háskalegum ævintýrum, þótt hann sé í eðli sínu afskaplega varkár. Það er þá jafnan systir hans, hún Tea, eða hinn maklausi frændi hans, Styrmir, sem lokka hann af stað. Benjamús litli er líka oft með í för. Öll þessi ævintýri skráir Geronimo í bækur sínar, sem nú eru orðnar vel þekktar.

Bækur Geronimos[breyta | breyta frumkóða]

Geronimo Stilton hefur skrifað fjöldan allan af bókum um ævintýri sín með systur sinni Teu og frændum sínum, þeim Styrmi og Benjamús. Bækurnar eru upphaflega skrifaðar á ítölsku, en fjöldi þeirra hefur verið þýddur á önnur tungumál.

Á íslensku hafa verið þýddar eftirfarandi bækur:

  • Leyndardómur smaragðsaugans
  • Fluguhristingur handa greifanum
  • Sjóræningjakettirnir
  • Ráðgátan um Músalísu
  • Dalur risabeinagrindanna.

Á Ítalíu er einnig hægt að nálgast fræðslu- og kennslubækur með Geronimo, og svo sérstakar bækur sem systir hans Tea hefur skrifað.