George Herbert Mead

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
George Herbert Mead

George Herbert Mead (1863–1931) var bandarískur heimspekingur, félagsfræðingur og sálfræðingur sem starfaði einkum við Háskólann í Chicago og er talinn einn af forkólfum pragmatisma eða gagnhyggju/verkhyggju. Hann var samstarfsmaður John Dewey. Hann setti fram kenningar um sjálfsmynd og félagsleg samskipti og lagði grunn að fræðasviðinu félagssálfræði.