Gaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gaukur (fugl))
Gaukur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gaukfuglar (Cuculiformes))
Ætt: Gaukaætt (Cuculidae)
Ættkvísl: Cuculus
Tegund:
C. canorus

Tvínefni
Cuculus canorus
Linnaeus, 1758
Cuculus canorus canorus + Acrocephalus arundinaceus
Cuculus canorus bangsi + Phoenicurus moussieri

Gaukur (fræðiheiti Cuculus canorus) er fugl af gaukaætt. Gaukur er algengur varpfugl á flestum stöðum í Evrópu og Asíu. Gaukar í Evrópu hafa vetursetu í mið- og suðurhluta Afríku og koma á varpstöðvar síðari hluta apríl og fara fyrir miðjan ágúst. Gaukar ferðast einir eða í litlum hópum. Þeir finnast í tveimum litaafbrigðum, eru gráir eða brúnir á lit. Það eru eingöngu kvenfuglar og ungfuglar sem eru brúnir. Gaukur verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla og eru yfir 100 tegundir fugla sem geta orðið fyrir þannig sníkjuvarpi en allar þessar tegundir eru minni en gaukur. Hver kvenfugl helgar sér yfirráðasvæði þar sem hann verpir ár eftir ár. Hann sérhæfir sig í ákveðinni gerð fugla, oftast þeirri sem ól hann upp. Egg kvenfugls líkjast eggjum þeirrar tegundar sem kvenfuglinn ólst upp hjá. Eggin eru mjög lítil miðað við stærð fuglsins og eru örlítið stærri en egg þúfutittlings. Hver kvenfugl verpir vanalega 10 eggjum á sumri en einstaka kvenfugl miklu fleirum. Þegar kvenfugl laumar sínum eggjum í hreiður þá tekur hann eitt eða tvö af eggjunum sem voru fyrir í hreiðrinu. Algengt er að fósturforeldrar yfirgefi hreiður ef gaukur hefur orpið í það. En ef þeir yfirgefa ekki hreiðrið þá tekur aðeins 12 sólahringa að unga út gauksegginu. Nokkrum klukkustundum eftir að gauksunginn skríður úr hreiðri sparkar hann út ungum og eggjum fósturforeldra. Hann er þá ennþá blindur. Fósturforeldrar ala ungann í nokkrar vikur. Sumar tegundir fósturforeldra samþykkja gauksegg ef þau eru mynstruð á ákveðinn hátt en sumar yfirgefa hreiðrið ef aðskotaeggið er ólíkt þeirra eigin eggjum.

Gaukur er flækingur á Íslandi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist