Fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Jóhanna Sigurðardóttir

Fyrsta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð þann 1. febrúar 2009 eftir að upp úr samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks slitnaði rúmri viku áður. Stjórnin var minnihlutastjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingar; varin vantrausti af Framsóknarflokki. Í Alþingiskosningunum 25. apríl 2009 hlutu flokkarnir sem að ríkisstjórninni stóðu meirihluta þingsæta, og hófust þeir þá handa við myndun annarrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tók síðan við 10. maí 2009.

Þetta var fyrsta ríkisstjórnin sem Vinstri græn tóku þátt í, sú fyrsta sem Samfylkingin hafði forsæti í og sú fyrsta sem hlutföll kynjanna voru jöfn.

Fyrsti mánuðurinn sem stjórnin sat við völd einkenndist af þeim áherslum sem ríkisstjórnin lagði á breytingar á yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Einn þriggja Seðlabankastjóranna hætti í starfi en hinir tveir störfuðu uns ný lög um Seðlabankann voru staðfest af Forseta Íslands.

Ríkisstjórnina skipuðu:

Tengill[breyta]


Fyrirrennari:
Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde
Ríkisstjórn Íslands
(1. febrúar 200910. maí 2009)
Eftirmaður:
Annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur