Uppgröftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fornleifauppgröftur)
Hér hafa fornleifafræðingar í London flett ofan af beinagrind af hesti frá tímum Rómverja.

Uppgröftur er rannsóknaraðferð sem er notuð meðal annars í fornleifafræði, jarðfræði, réttarmeinafræði og þróunarmannfræði. Aðferðin felst í því að flytja jarðlög til að fletta ofan af leifum frá fyrri tíð. Uppgröftum er gjarnan skipt í rannsóknaruppgrefti og björgunaruppgrefti. Þeir síðarnefndu eru framkvæmdir þegar ætlunin er að raska verulega stað þar sem mikilvægar náttúru- eða fornleifar er að finna og því nauðsynlegt að fá eins miklar upplýsingar og hægt er áður en raskið á sér stað.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.