Flosi Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flosi Ólafsson
FæddurFlosi Ólafsson
29. október 1929(1929-10-29)
Reykjavík
Dáinn24. október 2009 (79 ára)
Reykjavík
DánarorsökBílslys
StörfLeikari, Leikstjóri, Rithöfundur, Hagyrðingur
Ár virkur1960–2009
MakiLilja Margeirsdóttir
Börn2
Helstu hlutverk
Sigurjón Digri í Með allt á hreinu
Þorvarður „Varði“ í Löggulíf
Eiríkur í Hrafninn flýgur og Í skugga hrafnsins

Flosi Ólafsson (27. október 192924. október 2009) var íslenskur leikari, leikstjóri, hagyrðingur og rithöfundur. Flosi leikstýrði áramótaskaupinu þrisvar sinnum; árin 1968, 1969 og 1970. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1953, nam leiklist við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins á árunum 1956 til 1958 og leikstjórn og þáttagerð hjá Breska ríkisútvarpinu (BBC) frá 1960 til 1961. Flosi leikstýrði fjölda leikrita og þátta fyrir útvarp og sjónvarp og lék sjálfur og söng í fjölmörgum uppfærslum Þjóðleikhússins og í fjölda kvikmynda. Flosi var líka mikill hestamaður.

Flosi lék í einni þekktustu sjónvarpsauglýsingu sem gerð hefur verið á Íslandi en það var auglýsing frá leigubílastöðinni Hreyfli árið 1995. Í auglýsigunni rappaði Flosi símanúmer stöðvarinnar og hefur auglýsingin verið flokkuð sem ein best heppnaðasta sjónvarpsauglýsing á Íslandi.[1]

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Flosi var sonur Ólafs Jónssonar (1905-1989) verslunarmans og Önnu Oddsdóttur, síðar Stephensen (1908-1980) kaupkonu. Kjörforeldrar Ólafs Jónssonar föður Flosa voru Flosi Sigurðsson (1874-1952) trésmiður og Jónína Jónatansdóttir (1869-1946) húsmóðir. Flosi var giftur Lilju Margeirsdóttur og þau eignuðust eitt barn. Fyrir átti Flosi eina dóttur[2]

Hagyrðingurinn Flosi[breyta | breyta frumkóða]

Flosi var frægur hagyrðingur, og frægastur er hann fyrir stutta vísu sem hann setti saman á hagyrðingakvöldi. Það kom til vegna þess að þá var verið að tala um Vin Hafnarfjarðar en í sömu mund var þess minnst að Hafnfirðingar hafa löngum sungið bæjarfélagi sínu lof í laginu: Þú, hýri Hafnarfjörður. Þá varð til þessi vísa Flosa:

Er mæti ég hýrum Hafnfirðing
í Hellisgerði.
Aftan og framan og allt um kring
er ég á verði.

Hann bætti svo seinna um betur:

Ef ætlarðu að fara á ástarþing
er upplagt að hafa það svona.
Krækja í hýran Hafnfirðing,
sem helst þarf að vera kona.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  • Er ekki aðalkosturinn við íslenska hestinn sá að hann er ekki þýskur? (úr 1. tbl Eiðfaxa 1974). Þannig skrifaði Flosi þegar umræðan snerist öll um það að íslenski hesturinn ætti að sýna þýska kosti.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1962 79 af stöðinni
1967 Áramótaskaup 1967
1968 Áramótaskaup 1968 Leikstjóri
1969 Áramótaskaup 1969 Leikstjóri
1970 Áramótaskaup 1970 Leikstjóri
1978 Áramótaskaup 1978
1979 Running Blind Paul
1982 Með allt á hreinu Sigurjón Digri
1984 Hrafninn flýgur Erik
1985 Hvítir mávar Bjarki Tryggvason
Löggulíf Þorvarður „Varði“ varðstjóri
1988 Í skugga hrafnsins Eiríkur
1992 Veggfóður: Erótísk ástarsaga Geirvar Páll
1994 Skýjahöllin Verkstjóri
1995 Á köldum klaka Eigandi hótels

Bókmenntaferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Bók Athugasemdir og verðlaun
1973 Slett úr klaufunum
1974 Hneggjað á bókfell
1975 Leikið lausum hala
1975 Bjargvætturinn í Grasinu Þýðandi
1982 Í kvosinni
2003 Ósköpin öll
2004 Heilagur sannleikur

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Bestu ís­­lensku aug­­lýsingarnar - Vísir“. visir.is. Sótt 6. janúar 2021.
  2. Lilja Margeirsdóttir; grein í DV 1996

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]