Flokkur:Tilraunir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í vísindum er nauðsynlegt að leita vísbendinga sem annaðhvort renna stoðum undir tilgátu eða gera hana ótrúverðulega. Með öðrum orðum þarf að prófa tilgátu til þess að skera úr um réttmæti hennar eða gildi. Tilgáta er jafnan prófuð með því að gera eina eða fleiri tilraunir. Við framkvæmd tilrauna fylgja vísindamenn ákveðnum vinnureglum. Með því að fylgja fylgja þessum reglum aukast líkur á að þær vísbendingar sem fram koma annaðhvort styrki tilgátuna eða veiki hana í sessi.

Tilraunir geta verið afar margvíslegar:

Í sumum eru notuð tilraunaglös og sérstök efni. Aðrar fjalla um lífverur eins og plöntur og dýr. Sumar snúast um rafmagn og segla og þannig mætti lengja telja.

En allar tilraunir eiga eitt sameiginlegt. Þeim er hagað þannig að út komi eða geti komið ný og ótvíræð niðurstaða af einhverju tagi. Til þess er oft nauðsinlegt að einangra með einhverjum hætti hætti fyrirbærið eða fyrirbærin sme við viljum skoða og tryggja að óæskileg áhrif frá öðrum fyrirbærum hafi ekki ruglandi áhrif á niðurstöðuna.

Síður í flokknum „Tilraunir“

Þessi flokkur inniheldur 1 síðu, af alls 1.