Flokkur:Finnsk-úgrísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Finnsk-úgrísk tungumál
Málsvæði Austur-, Mið- og Norður-Evrópa, Norður-Asía
Ætt Úralskt
 Finnsk-úgrískt
Undirflokkar Finnsk tungumál
Úgrísk tungumál
Tungumálakóðar
ISO 639-2 fiu
ISO 639-5 fiu
Finnsk-úgrísk tungumál

Finnsk-úgrísk tungumál eru tungumálaætt sem tilheyrir úrölskum tungumálum og skiptist hún í tvo meginhópa, finnsk tungumál og úgrísk tungumál. Þau sem eru af finnskum stofni eru töluð á svæðinu á milli Norður-Noregs og Hvítahafs, í Finnlandi, í Eistlandi og í vissum hlutum Rússlands. Stærsta tungumálið af finnskum stofni er finnska, en hana tala 5,5 milljónir manna í Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi og Bandaríkjunum. Eistnesku talar um 1 milljón manna, aðallega í Eistlandi. Um 25.000 manns tala samísk mál í Norður-Skandinavíu. Helsta tungumálið af úgrískum stofni er ungverska, en hana tala um 11 milljónir manna í Ungverjalandi og aðrar 3 milljónir á nágrannasvæðum. Tvö önnur úgrísk tungumál eru hantí, með 13.000 mælendur og mansí með 3000 mælendur. Bæði síðarnefndu málin eru töluð austan Úralfjalla á svæðum við fljótið Ob.


Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 2 undirflokka, af alls 2.

F

Síður í flokknum „Finnsk-úgrísk tungumál“

Þessi flokkur inniheldur 10 síður, af alls 10.