Flokkskvísl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flokkskvísl, sem gengur einnig undir nöfnunum riðill, sveit og lið, er hernaðareining sem samanstendur af 5 til 11 hermönnum. Flokkskvíslum er, í sumum herjum, skipt niður í tveggja til fjögurra manna skotsveitir. Yfirleitt fara liðþjálfar eða korporálar fyrir flokkskvíslum.

Flokkskvísl er minnsta lágeining í fótgönguliðssveitum og sérsveitum rússneska hersins.