Flokkaspjall:Landafræði Íslands

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki hálfkjánalegt að kalla þetta LandAfræði Íslands? Nú veit ég það að í HÍ (þar sem faðir minn kennir landfræði :p) er a-inu sleppt, enda setur það landið í landafræði í fleirtölu. Þetta er almennt mjög kjánalegt, en sérstaklega þegar um er að ræða landfræði einhvers eins ákveðins lands. Kannski er það ansi mikið mál að breyta þessu, en málið er að landafræði hljómar eins og fræðigrein sem snýst um lönd heims, sem er náttúrulega ekki það sem landfræðin er, eins og sjá má á greinunum í þessum flokki, sem fjalla ekki um lönd heims :p --Sterio 23. okt. 2005 kl. 23:33 (UTC)

Fyrst þú minnist á það, þá er þetta bara um Ísland, þar með eintalan Ísland. --Jóna Þórunn 24. okt. 2005 kl. 12:09 (UTC)
Get nú ekki sagt að ég sé sammála þessu. Tungumálið byggir á hefð en ekki einhverri merkingarfræðilegri lógík sem einhverjum dettur í hug. Ég sé ekki betur en landafræði sé almennt notað og að landfræði sé nýyrði (hef alla vega ekki séð það áður). Fyrir því að nota fleirtöluna geta verið mýmargar ástæður, t.d. má benda á orðið land í merkingunni jörð, og eins yfirráðasvæði (lendur). Ekki þar fyrir að þetta geti breyst í framtíðinni - því tungumál breytast jú - en sé enga ástæðu til þess að við förum að taka slíkt að okkur, fyrir ekki stærra tilefni. --Akigka 24. okt. 2005 kl. 12:22 (UTC)
Spyrjið bara google :-) --Akigka 24. okt. 2005 kl. 12:25 (UTC)
Ég verð að fylgja Akigka í þessu, ég lærði um landafræði Íslands í grunnskóla fyrir ekkert svo mörgum árum. Þannig er þetta almennt notað og ég sé ekki ástæðu til að breyta því þrátt fyrir ágæta lógík á bakvið nýyrðið. Við skulum heldur ekki ganga út frá því að „land“ í landafræði sé endilega þjóðríki. --Bjarki Sigursveinsson 24. okt. 2005 kl. 13:55 (UTC)
Annars er þetta dálítið málum blandið og athyglisvert. Ég held að almennara sé að nota landfræðingur fremur en ?landafræðingur, og að eitthvað sé landfræðilegt fremur en ?landafræðilegt. Af heimasíðu HÍ (sem er vissulega gott og gilt átorítet) virðist sem landfræðingar kalli fræðigreinina ýmist landfræði eða landafræði, en taki það fyrra fram yfir. Hér er auðvitað um sömu tvíræðnina að ræða og í málfræði, viðfangsefnið og fræðigreinin heita það sama, en það sem málið snýst um hér (sum sé viðfangsefnið) virðist mér að mun algengara sé að tala um landAfræði (enda ef farið er í Flokkur:Landafræði sést að þar eru vissulega öll lönd heims). Því vil ég meina að þótt það kunni að vera réttara að nefna fræðigreinina landfræði, þá sé löng hefð fyrir því að kalla viðfangsefni hennar landafræði og því sé ekki ástæða til að breyta þessu hér. En það er auðvitað mín skoðun. --Akigka 24. okt. 2005 kl. 14:47 (UTC)
Þetta er ágætis ábending. Sjálfur lærði ég landafræði og sé ekkert athugavert við orðið. Ég veit ekki hvort eftirfarandi uppástunga heldur vatni en ég hendi henni fram samt: Getum við ekki líka litið svo á að um sé að ræða bandstaf? Það talar enginn um „ruslfötu“ eða „ruslsfötu“ heldur „ruslafötu“; þar er stafurinn a bandstafur, eins og stafurinn u í „ráðuneyti“. Ég gæti svo sem alveg trúað því að „landafræði“ hefði á sínum tíma þótt smekklegri samsetning og þjálli í framburði en „landfræði“ og því hefði verið hafður þarna bandstafur af fagurfræðilegum ástæðum, sem núna er misskilinn sem hluti af eignarfallssamsetningu. En ég veit svo sem ekkert um þetta. Þið leiðréttið mig bara ef þetta gengur ekki upp. Hins vegar er það auðvitað rétt að „landfræðilegur“ er að verða rótgróið í málinu líka og því er kannski ekkert athugavert við að nota orðin „landafræði“ og „landfræði“ samhliða hvort öðru (eins og sálfræði og sálarfræði er bæði til) --Cessator 24. október 2005 kl. 20:40 (UTC)[svara]
Jarð- og landfræðiskor er til við Háskóla Íslands. Þar er jafnframt kennd landfræði og er það fyrirbæri skilgreint á þessari síðu: http://www.hi.is/page/jl-landfraedi . Vert er líka að benda á að þeir sem stundað hafa háskólanám vita að ekki er alltaf allt rétt sem kennt er í grunnskóla.
Það er einmitt það sem eg er að meina. Þó svo að orðið Landafræði sé algengt, er orðið Landfræði réttara, held ég. Og þó, það er náttúrulega ekkert beint rétt eða rangt í málinu, og það fer náttúrulega eftir því hvort maður vill frekar fara eftir fræðimönnum greinarinnar eða almennri málvenju... En ég held að Landfræði sé réttara, út af fyrrgreindum ástæðum. Þó verð ég að segja að Cessator bendir á áhugaverðan punkt sem mér hafði ekki dottið í hug, en ég held að þó að a-ið sé ekki bandstafur í þessu tilviki...
Fyrrgreind skilgreining skilgreinir raunar ekkert nema fræðigreinina, eða hvað, eða á hún líka við viðfangsefnið eins og í setningunni "landafræði Íslands" eða "landafræði Afríku"? --Akigka 24. okt. 2005 kl. 21:11 (UTC)