Flokkaspjall:Hugvísindi

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sálfræði og mannfræði eru á mörkunum að geta heitið hugvísindi. Það er að vísu klárlega hugvísindaþáttur í sálfræði en sálfræði er einnig tilraunavísindi, sem kemur í veg fyrir að hægt sé að flokka sálfræðina sem hugvísindi.

Flokunin í hugvísindi og raunvísindi er gerð eftir aðferðum, en ekki viðfangsefni. Raunvísindi byggja á athugunum og tilraunum en hugvísindin ekki (þess vegna er stærðfræði strangt tekið hugvísindagrein!). Skiptingin í náttúruvísindi, félagsvísindi og mannvísindi (eða mann- og félagsvísindi ef við viljum taka þær greinar allar saman) er hins vegar gerð eftir viðfangsefni en ekki eftir aðferðum (og þá á stærðfræðin í raun hvergi heima, því hún fjallar hvorki um manninn, samfélagið né náttúruna).

Á Íslandi hefur skapast hefð fyrir blandaðri skitingu; þ.e.a.s. í raunvísindi (og stærðfræðin höfð þar með vegna náinna tengsla), hugvísindi, og félagsvísindi (sem eru þá skilin sem einskonar mannvísindi byggð á raunvísindalegum aðferðum).

Er ekki best að við höldum okkur bara við þá flokkun í megindráttum og skiptum fræðigreinum í flokka eins og Háskóli Íslands skiptir á milli deilda? --Cessator 25. sep. 2005 kl. 17:23 (UTC)

Mér finnst eiginlega að hér mætti treysta á sveigjanleika flokkakerfisins á wikipedia, og flokkun HÍ jafngóð og hver önnur, því þessar skiptingar eru ekki síður af sögulegum og pólitískum rótum runnar, en samkvæmt aðferð og viðfangsefni. Það er t.d. athyglisvert að skoða hvernig vísindagreinum er skipt á hinum útgáfum wikipediu. Aðalatriðið er held ég að ganga ekki út frá því að til sé einhver ein "rétt" eða "náttúruleg" skipting. Mér fyndist flokkun HÍ prýðilegur útgangspunktur til að byrja með alla vega. --Akigka 26. sep. 2005 kl. 18:11 (UTC)