Flokkaspjall:Gerlar

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gerlar vs. bakteríur? Ég á erfitt með að ákveða mig hvort orðið er betra að nota að jafnaði í Wikipediu greinum. Vissulega er gerlar íslenskulegra og algengt í daglegu tali, en meðal okkar sem störfum "í bransanum" er alþjóðlega orðið baktería nánast undantekningalaust orðið sem notað er, og óneitanlega nokkuð skringilegt að nota orðið gerill í fræðilegri umfjöllun. Auk þess er þetta ónákvæmt orð: aðeins hluti baktería eru gerjandi lífverur ... og til eru gerjandi lífverur (s.s. gersveppir) sem ekki eru bakteríur. Baktería fellur einnig vel að íslenskri málfræði. Er einhver með sterka skoðun á þessu? --Oddurv 4. janúar 2009 kl. 13:56 (UTC)[svara]

Jurtir eða plöntur? Ég held að orðið „baktería“ sé algengara og alla vega jafníslenskt og orðið „bíll“. Rökin þín fyrir að nota það frekar sýnast mér líka vera góð og gild. --Akigka 4. janúar 2009 kl. 14:12 (UTC)[svara]